Kindur brunnu inni í eldsvoða 20. nóvember 2004 00:01 Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. "Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var búinn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttarvélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir," segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðarhúsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjárhús. Tvær til þrjár kindur eru sárar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttarvélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkjanna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á staðinn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búðardal kom með vatn til slökkvistarfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. "Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var búinn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttarvélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir," segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðarhúsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjárhús. Tvær til þrjár kindur eru sárar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttarvélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkjanna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á staðinn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búðardal kom með vatn til slökkvistarfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira