Mezzoforte og kór Langholtskirkju 19. nóvember 2004 00:01 Nýtt íslenskt kórverk, með djassbræðingi, verður flutt á tónleikum í Langholtskirkju á morgun. Hljómsveitin Mezzoforte og Kór Langholtskirkju verða þar leidd saman. Árni Egilsson er höfundur verksins, sem ber heitið „Kaleidoscope“. Árni hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í nærri hálfa öld, hefur samið klassísk verk og jazztónlist, og er jafnframt einn af virtustu session hljóðfæraleikurum í Los Angeles. Kaleidoscope samdi hann sérstaklega fyrir Mezzoforte og Kór Langholtskirkju og segir það eitt hið erfiðasta sem hann hafi gert á ævinni því hann hafi ekki haft neina fyrirmynd. Mezzoforte skipar sérstakan sess í hugum Íslendinga enda opnaði hljómsveitin augu heimsins fyrir íslenskri tónlist þegar hún sló í gegn erlendis með laginu „Garden Party“ árið 1983. Ekki er þó annað að heyra en að Kór Langholtskirkju hafi einnig getið sér gott orð ytra. Árni segist nefnilega hafa heyrt lag með þeim spilað á klassískri útvarpsstöð í Los Angeles. Þetta sé til marks um að þótt landinn þekki ekki til einhverra íslenskra listamanna þá heyri útlendingar í þeim. Það er þó ekki bara færni íslenskra tónlistarmanna sem togar í tónskáldið, en Árni segist hafa fullan hug á því að flytja aftur til Íslands. „Þetta er kannski eins og með Kyrrahafslaxinn - maður kemur heim til að leggjast í gröfina,“ segir Árni en vonar að það verði fyrr, fyrst og fremst vegna fegurðar landsins. Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nýtt íslenskt kórverk, með djassbræðingi, verður flutt á tónleikum í Langholtskirkju á morgun. Hljómsveitin Mezzoforte og Kór Langholtskirkju verða þar leidd saman. Árni Egilsson er höfundur verksins, sem ber heitið „Kaleidoscope“. Árni hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í nærri hálfa öld, hefur samið klassísk verk og jazztónlist, og er jafnframt einn af virtustu session hljóðfæraleikurum í Los Angeles. Kaleidoscope samdi hann sérstaklega fyrir Mezzoforte og Kór Langholtskirkju og segir það eitt hið erfiðasta sem hann hafi gert á ævinni því hann hafi ekki haft neina fyrirmynd. Mezzoforte skipar sérstakan sess í hugum Íslendinga enda opnaði hljómsveitin augu heimsins fyrir íslenskri tónlist þegar hún sló í gegn erlendis með laginu „Garden Party“ árið 1983. Ekki er þó annað að heyra en að Kór Langholtskirkju hafi einnig getið sér gott orð ytra. Árni segist nefnilega hafa heyrt lag með þeim spilað á klassískri útvarpsstöð í Los Angeles. Þetta sé til marks um að þótt landinn þekki ekki til einhverra íslenskra listamanna þá heyri útlendingar í þeim. Það er þó ekki bara færni íslenskra tónlistarmanna sem togar í tónskáldið, en Árni segist hafa fullan hug á því að flytja aftur til Íslands. „Þetta er kannski eins og með Kyrrahafslaxinn - maður kemur heim til að leggjast í gröfina,“ segir Árni en vonar að það verði fyrr, fyrst og fremst vegna fegurðar landsins.
Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira