Guðjón Bergmann með nýja bók 19. nóvember 2004 00:01 "Sumir líta á það sem mjög óhagnýtt að bæta sig, hvort sem er líkamlega eða tilfinningalega. Yfirleitt er fólk upptekið við að vinna, sinna börnum, heimili og áhugamálum eða horfa á sjónvarpið. Því finnst ekki hagnýtt að stefna á að bæta sig en það er eitt það hagnýtasta sem hver og einn getur gert," segir Guðjón Bergmann, jógakennari, rithöfundur og fyrirlesari. "Nýja bókin mín er byggð á fyrirlestrum sem ég hef haldið síðastliðin ár við góðar undirtektir jafnframt því sem ég byggi hana á eigin reynslu. Bókin er fyrir alla og af gefnu tilefni vil ég taka fram að þarna er ekki einungis á ferðinni jógabók vegna þess að allir eru að leita að þessu þrennu; hreysti, hamingju og hugarró. Eitt getur varla án hinna tveggja verið," segir Guðjón. Með bókinni vill Guðjón fyrst og fremst hvetja fólk til framkvæmda. "Til að gera breytingar er ekki nóg að lesa bara heldur er mikilvægt að tileinka sér líka hugmyndirnar sem í bókinni eru." "Ég nota tilvitnanir frá ólíkum aðilum til að styðja mál mitt. Ég vitna til dæmis í Búdda, Jesú, sálfræðinga, jógakennara, Dalai Lama og Gandhi. Bókin er tileinkuð mínum helsta kennara, Yogi Shanti Desai, og ég nota margar tilvitnanir frá honum. Aftast í bókinni er síðan yfirgripsmikill bókalisti þar sem ég skrifa stuttlega um hverja bók sem ég tel að fólk geti nýtt sér til frekari fróðleiks. Lestur á minni bók getur verið byrjun á meiri lærdómi. Ég hef sjálfur lært þannig. Lesið bækur sem aðrir höfundar hafa mælt með í sínum bókum," segir Guðjón sem vonar að persónulegur ritstíll sinn nái til fólks. "Þessi bók er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Bókin er mjög hnitmiðuð og stutt en um leið tekur hún á fjölbreytileika lífsins. Bókin er fyrir alla þá sem vilja ná árangri, hvort sem er í íþróttum, viðskiptum, samskiptum eða andlegri leit. Hverju sem er," segir Guðjón og bendir á að hann líti ekki á sig sem predikara. "Ég bendi einungis á möguleikana. Það er undir hverjum og einum komið að framkvæma þær breytingar sem hann telur að muni nýtast sér í lífinu." Heilsa Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
"Sumir líta á það sem mjög óhagnýtt að bæta sig, hvort sem er líkamlega eða tilfinningalega. Yfirleitt er fólk upptekið við að vinna, sinna börnum, heimili og áhugamálum eða horfa á sjónvarpið. Því finnst ekki hagnýtt að stefna á að bæta sig en það er eitt það hagnýtasta sem hver og einn getur gert," segir Guðjón Bergmann, jógakennari, rithöfundur og fyrirlesari. "Nýja bókin mín er byggð á fyrirlestrum sem ég hef haldið síðastliðin ár við góðar undirtektir jafnframt því sem ég byggi hana á eigin reynslu. Bókin er fyrir alla og af gefnu tilefni vil ég taka fram að þarna er ekki einungis á ferðinni jógabók vegna þess að allir eru að leita að þessu þrennu; hreysti, hamingju og hugarró. Eitt getur varla án hinna tveggja verið," segir Guðjón. Með bókinni vill Guðjón fyrst og fremst hvetja fólk til framkvæmda. "Til að gera breytingar er ekki nóg að lesa bara heldur er mikilvægt að tileinka sér líka hugmyndirnar sem í bókinni eru." "Ég nota tilvitnanir frá ólíkum aðilum til að styðja mál mitt. Ég vitna til dæmis í Búdda, Jesú, sálfræðinga, jógakennara, Dalai Lama og Gandhi. Bókin er tileinkuð mínum helsta kennara, Yogi Shanti Desai, og ég nota margar tilvitnanir frá honum. Aftast í bókinni er síðan yfirgripsmikill bókalisti þar sem ég skrifa stuttlega um hverja bók sem ég tel að fólk geti nýtt sér til frekari fróðleiks. Lestur á minni bók getur verið byrjun á meiri lærdómi. Ég hef sjálfur lært þannig. Lesið bækur sem aðrir höfundar hafa mælt með í sínum bókum," segir Guðjón sem vonar að persónulegur ritstíll sinn nái til fólks. "Þessi bók er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Bókin er mjög hnitmiðuð og stutt en um leið tekur hún á fjölbreytileika lífsins. Bókin er fyrir alla þá sem vilja ná árangri, hvort sem er í íþróttum, viðskiptum, samskiptum eða andlegri leit. Hverju sem er," segir Guðjón og bendir á að hann líti ekki á sig sem predikara. "Ég bendi einungis á möguleikana. Það er undir hverjum og einum komið að framkvæma þær breytingar sem hann telur að muni nýtast sér í lífinu."
Heilsa Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira