Jólaálfar og skautasvell 18. nóvember 2004 00:01 Þeir sem ætla til Kaupmannahafnar fyrir jól ættu að eiga auðvelt með að komast í jólastemningu. Borgin er ljósum prýdd og getur fólk fundið sér eitt og annað til dundurs, eins og að sækja jólamarkaði eða fara á skauta auk þess sem kirkjur bjóða upp á sérstaka jólatónleika og verslanir eru opnar alla daga vikunnar út desembermánuð. Stærsti jólaatburður borgarinnar er sennilega jólamarkaðurinn í Tívolíinu þar sem þúsundir ljósa lýsa upp skammdegið ásamt jólaskreytingum og ýmsar uppákomur færa gestum anda jólanna. Markverðir atburðir í Kaupmannahöfn um jólin: 12. nóvember - 23. desember Jólamarkaðurinn í Tívolíinu með tilheyrandi markaðsbásum og jólaskrauti og þúsundir jólaljósa. Aðstoðarmenn jólasveinsins eru á ferðinni og á svæðinu eru stór tjöld uppfull af litlum rauðklæddum jólaálfum auk þess sem settir eru upp skautahringir og boðið upp á danskan jólamat og jólaglögg. 19. nóvember - 22. desember Jólamarkaðurinn í Nyhavn þar sem markaðsbásar svigna undan gjöfum og jólaskrauti og hefðbundnum mat. 27. nóvember - 22. desember Jólin fyrir börnin á Þjóðminjasafninu með jólamarkaði og hefðbundnum mat og drykk á veitingahúsi safnsins. 27. nóvember til 20. desember. Jólamarkaður í Arken með daglegum uppákomum og skemmtiatriðum. Jólabasar sem býður upp á sérstakar og öðruvísi gjafir. Daglega er flogið til Kaupmannahafnar með Icelandair og Iceland Express. Ekki er seinna vænna að panta sér flug fyrir jólin. Jól Mest lesið Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu Jól Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum Jól Tími kærleikans Jól Ljóta jólapeysan á marga aðdáendur Jólin Óhefðbundinn jólamatur meistarakokksins: Rauðkál með rauðum berjum og steikt spregilkál Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Litla góða akurhænan Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Jólaís með Möndlu- hunangskexi Jól Hindberjaterta með rauðum súkkulaðihjúp Jól
Þeir sem ætla til Kaupmannahafnar fyrir jól ættu að eiga auðvelt með að komast í jólastemningu. Borgin er ljósum prýdd og getur fólk fundið sér eitt og annað til dundurs, eins og að sækja jólamarkaði eða fara á skauta auk þess sem kirkjur bjóða upp á sérstaka jólatónleika og verslanir eru opnar alla daga vikunnar út desembermánuð. Stærsti jólaatburður borgarinnar er sennilega jólamarkaðurinn í Tívolíinu þar sem þúsundir ljósa lýsa upp skammdegið ásamt jólaskreytingum og ýmsar uppákomur færa gestum anda jólanna. Markverðir atburðir í Kaupmannahöfn um jólin: 12. nóvember - 23. desember Jólamarkaðurinn í Tívolíinu með tilheyrandi markaðsbásum og jólaskrauti og þúsundir jólaljósa. Aðstoðarmenn jólasveinsins eru á ferðinni og á svæðinu eru stór tjöld uppfull af litlum rauðklæddum jólaálfum auk þess sem settir eru upp skautahringir og boðið upp á danskan jólamat og jólaglögg. 19. nóvember - 22. desember Jólamarkaðurinn í Nyhavn þar sem markaðsbásar svigna undan gjöfum og jólaskrauti og hefðbundnum mat. 27. nóvember - 22. desember Jólin fyrir börnin á Þjóðminjasafninu með jólamarkaði og hefðbundnum mat og drykk á veitingahúsi safnsins. 27. nóvember til 20. desember. Jólamarkaður í Arken með daglegum uppákomum og skemmtiatriðum. Jólabasar sem býður upp á sérstakar og öðruvísi gjafir. Daglega er flogið til Kaupmannahafnar með Icelandair og Iceland Express. Ekki er seinna vænna að panta sér flug fyrir jólin.
Jól Mest lesið Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu Jól Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum Jól Tími kærleikans Jól Ljóta jólapeysan á marga aðdáendur Jólin Óhefðbundinn jólamatur meistarakokksins: Rauðkál með rauðum berjum og steikt spregilkál Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Litla góða akurhænan Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Jólaís með Möndlu- hunangskexi Jól Hindberjaterta með rauðum súkkulaðihjúp Jól