Sennilega gömul sál 18. nóvember 2004 00:01 Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. "Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskaplega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?" segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. "Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskaplega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?" segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira