Samningar ógna stöðugleikanum 17. nóvember 2004 00:01 Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samningstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæplega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þúsund króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparnað. Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verðbólguþróunarinnar. "Þetta er gríðarleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verðlags og launa. Þegar kaupmáttaraukningin verður alltof mikil miðað við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamninga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlagsins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert," segir hann. "Ég legg ekki mat á samninginn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslitum gerðardóms. Ég er sannfærður um að Kennarasambandið hefur með baráttu sinni skilað árangri inn í framtíðina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Íslandi þegar verðbólgan væri annars vegar. "Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verðbólguna. Ríkisstjórn og atvinnurekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetjandi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði." Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhættuna í gær. Launahækkun kennara 2004-2008:5,5 %1. okt. 20043,0 %1. jan. 20059,27 %1. ág. 20052,50 %1. jan. 20062,25 %1. jan. 20072,25 %1. jan. 2008 Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samningstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæplega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þúsund króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparnað. Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verðbólguþróunarinnar. "Þetta er gríðarleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verðlags og launa. Þegar kaupmáttaraukningin verður alltof mikil miðað við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamninga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlagsins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert," segir hann. "Ég legg ekki mat á samninginn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslitum gerðardóms. Ég er sannfærður um að Kennarasambandið hefur með baráttu sinni skilað árangri inn í framtíðina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Íslandi þegar verðbólgan væri annars vegar. "Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verðbólguna. Ríkisstjórn og atvinnurekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetjandi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði." Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhættuna í gær. Launahækkun kennara 2004-2008:5,5 %1. okt. 20043,0 %1. jan. 20059,27 %1. ág. 20052,50 %1. jan. 20062,25 %1. jan. 20072,25 %1. jan. 2008
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira