Óljóst með samræmdu prófin
Fullkomlega óljóst er hvað verður um samræmdu prófin í 10. bekk grunnskólanna í vetur. Í menntamálaráðuneytinu fást þau svör að verið sé að skoða málið og ekkert sé hægt að segja, ekki einu sinni hvort þeim verði frestað eða ekki. Þetta skýrist vonandi í dag eða næstu daga.