Sjónarhóll á sínum stað 15. nóvember 2004 00:01 Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, var opnaður á laugardaginn og fyrsti starfsdagurinn var í gær. Þar var strax mikið að gera, töluvert verið að panta viðtöl og fólk virðist almennt hafa áttað sig á starfseminni, að sögn Hrefnu Haraldsdóttur fjölskylduráðgjafa. "Samtökin hafa verið starfandi um nokkurn tíma svo það er komin nokkur reynsla. Hópurinn sem leitar til okkar breikkar, áður fyrr voru þetta foreldrar barna með skilgreindar fatlanir en nú koma foreldrar barna með ýmis frávik, t.d. langveik börn, börn með athyglisbrest og þessháttar. Við vonum að fólk leiti til okkar um stuðning og það er sama hvers eðlis málið er, þau eru öll jafn mikilvæg. Svo má líka koma því að að Sjónarhóll er ekki bara fyrir foreldra sem eiga börn og unglinga heldur líka þá sem eiga fullorðin börn sem eiga við heilbrigðisvandamál að stríða." Hvernig þjónusta er veitt á Sjónarhóli? "Við veitum foreldrum upplýsingar um sinn rétt og barnanna, gefum góð ráð og stuðning. Það er enginn í kerfinu sem segir foreldrum hver réttur barnsins er, kerfið er flókinn frumskógur og þeir sem finnst þeir ekki fá þjónustu við hæfi leita hingað. Okkar starf er allt á forsendum foreldranna, við gerum ekkert nema foreldrarnir sjái tilgang í því." Hrefna hefur orðið vör við að þörfin er mikil :"Við ætlum heldur ekki að gleyma því að við erum til vegna þess að landsmenn allir söfnuðu fé og erum að fara út á land að kynna okkar starf. Vonandi getum við í framtíðinni boðið upp á fasta viðveru á stærri stöðum úti á landi því þar er stuðningsins ekki síður þörf. Við á Sjónarhóli viljum vera á staðnum og fólk á ekki alltaf að þurfa að koma til Reykjavíkur." Hvernig er svo starfseminni háttað? "Sjónarhóll er samsettur úr hagsmunasamtökum og óháður öllum rekstraraðilum sem skiptir mjög miklu því við getum þá veitt ákveðið aðhald. Við störfum hér þrjár eins og stendur: Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, Guðbjörg Andrésdóttir móttökuritari sem er foreldri fatlaðs barns en hennar reynsla hér innanhúss er mjög dýrmæt, einkum vegna þess að hún er sú fyrsta sem foreldrarnir heyra í og svo ég sem er eini ráðgjafinn sem stendur en vonandi koma inn fleiri." Það ríkir bjartsýni á Sjónarhóli. "Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir ráðgjafarstöð af þessum toga og ég vona að við stöndum undir þeim væntingum. Þetta er spennandi og ábyrgðarmikið starf og við hlökkum til að takast á við það," segir Hrefna Haraldsdóttir að lokum. Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, var opnaður á laugardaginn og fyrsti starfsdagurinn var í gær. Þar var strax mikið að gera, töluvert verið að panta viðtöl og fólk virðist almennt hafa áttað sig á starfseminni, að sögn Hrefnu Haraldsdóttur fjölskylduráðgjafa. "Samtökin hafa verið starfandi um nokkurn tíma svo það er komin nokkur reynsla. Hópurinn sem leitar til okkar breikkar, áður fyrr voru þetta foreldrar barna með skilgreindar fatlanir en nú koma foreldrar barna með ýmis frávik, t.d. langveik börn, börn með athyglisbrest og þessháttar. Við vonum að fólk leiti til okkar um stuðning og það er sama hvers eðlis málið er, þau eru öll jafn mikilvæg. Svo má líka koma því að að Sjónarhóll er ekki bara fyrir foreldra sem eiga börn og unglinga heldur líka þá sem eiga fullorðin börn sem eiga við heilbrigðisvandamál að stríða." Hvernig þjónusta er veitt á Sjónarhóli? "Við veitum foreldrum upplýsingar um sinn rétt og barnanna, gefum góð ráð og stuðning. Það er enginn í kerfinu sem segir foreldrum hver réttur barnsins er, kerfið er flókinn frumskógur og þeir sem finnst þeir ekki fá þjónustu við hæfi leita hingað. Okkar starf er allt á forsendum foreldranna, við gerum ekkert nema foreldrarnir sjái tilgang í því." Hrefna hefur orðið vör við að þörfin er mikil :"Við ætlum heldur ekki að gleyma því að við erum til vegna þess að landsmenn allir söfnuðu fé og erum að fara út á land að kynna okkar starf. Vonandi getum við í framtíðinni boðið upp á fasta viðveru á stærri stöðum úti á landi því þar er stuðningsins ekki síður þörf. Við á Sjónarhóli viljum vera á staðnum og fólk á ekki alltaf að þurfa að koma til Reykjavíkur." Hvernig er svo starfseminni háttað? "Sjónarhóll er samsettur úr hagsmunasamtökum og óháður öllum rekstraraðilum sem skiptir mjög miklu því við getum þá veitt ákveðið aðhald. Við störfum hér þrjár eins og stendur: Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, Guðbjörg Andrésdóttir móttökuritari sem er foreldri fatlaðs barns en hennar reynsla hér innanhúss er mjög dýrmæt, einkum vegna þess að hún er sú fyrsta sem foreldrarnir heyra í og svo ég sem er eini ráðgjafinn sem stendur en vonandi koma inn fleiri." Það ríkir bjartsýni á Sjónarhóli. "Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir ráðgjafarstöð af þessum toga og ég vona að við stöndum undir þeim væntingum. Þetta er spennandi og ábyrgðarmikið starf og við hlökkum til að takast á við það," segir Hrefna Haraldsdóttir að lokum.
Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira