492 spilakassar í Reykjavík 12. nóvember 2004 00:01 Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt. Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki alls fyrir löngu heimsótt Samtök áhugafólks um spilafíkn. Á fundinum hafi komið í ljós að vandinn er mikill. Heilu fjölskyldurnar hafi orðið gjaldþrota eftir að annað hvort móðirin eða faðirinn hafi ánetjast spilakössum. "Við óskuðum eftir upplýsingum frá félagsmálaráði um það hvaða úrræði væru fyrir hendi," segir Vilhjálmur. "Í ljós kom að þau eru ekki mörg. Það má segja að fyrir utan þessi nýstofnuðu samtök sé það bara SÁÁ sem sinnir spilafíklum. Það sem forsvarmenn Samtakanna gagnrýndu var að spilakassarnir væru inni í sjoppum og það byði hættunni heim því unglingar væru þar að feta sín fyrstu skref. Samtökin leggja áherslu á það að spilakassarnir séu í verndaðra umhverfi svona svipað og hjá Gullnámunni þar sem vel er fylgst með því að unglingar séu ekki að spila." Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni núna skoða þetta mál ofan í kjölinn. Hann útiokar ekki að tillaga um að banna spilakassa í sjoppum verði lögð fram í borgarstjórn. "Mér finnst að við verðum að skoða allar leiðir til að spyrna við fótum." Íslandsspil, sem er í eigu Rauða krossinum, SÁÁ og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar rekur 266 spilakassa í borginni en Happdræti Háskóla Íslands rekur 226 spilakassa. Aðspurður hvort það orki ekki tvímælis að SÁÁ skuli reka spilakassa segir Vilhjálmur að vissulega geri það það. Málið sé hins vegar flókið því spilakassarnir séu ein helsta tekjulind SÁÁ. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt. Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki alls fyrir löngu heimsótt Samtök áhugafólks um spilafíkn. Á fundinum hafi komið í ljós að vandinn er mikill. Heilu fjölskyldurnar hafi orðið gjaldþrota eftir að annað hvort móðirin eða faðirinn hafi ánetjast spilakössum. "Við óskuðum eftir upplýsingum frá félagsmálaráði um það hvaða úrræði væru fyrir hendi," segir Vilhjálmur. "Í ljós kom að þau eru ekki mörg. Það má segja að fyrir utan þessi nýstofnuðu samtök sé það bara SÁÁ sem sinnir spilafíklum. Það sem forsvarmenn Samtakanna gagnrýndu var að spilakassarnir væru inni í sjoppum og það byði hættunni heim því unglingar væru þar að feta sín fyrstu skref. Samtökin leggja áherslu á það að spilakassarnir séu í verndaðra umhverfi svona svipað og hjá Gullnámunni þar sem vel er fylgst með því að unglingar séu ekki að spila." Vilhjálmur segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni núna skoða þetta mál ofan í kjölinn. Hann útiokar ekki að tillaga um að banna spilakassa í sjoppum verði lögð fram í borgarstjórn. "Mér finnst að við verðum að skoða allar leiðir til að spyrna við fótum." Íslandsspil, sem er í eigu Rauða krossinum, SÁÁ og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar rekur 266 spilakassa í borginni en Happdræti Háskóla Íslands rekur 226 spilakassa. Aðspurður hvort það orki ekki tvímælis að SÁÁ skuli reka spilakassa segir Vilhjálmur að vissulega geri það það. Málið sé hins vegar flókið því spilakassarnir séu ein helsta tekjulind SÁÁ.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda