Pestókartöflur með kjöti og fiski 11. nóvember 2004 00:01 Kartöflur hafa lengi verið fastur punktur í mataræði okkar og lítið lát virðist vera á vinsældum þeirra. Kartöflur má matbúa á ótal vegu, sjóða, baka, steikja og stappa. Spara má mikinn tíma og fyrirhöfn með því að nota forsoðnar kartöflur. Þær fást í handhægum pakkningum án hýðis. Kartöflurnar eru forsoðnar í pakkningunum svo lítið tapast af næringarefnum. Meðfylgjandi eru tvær uppskriftir sem gefa góða hugmynd um hvernig nota má forsoðnar kartöflur frá Þykkvabæjar til að búa til hollan og góðan mat án mikillar fyrirhafnar. Kartöflur eru kolvetnaríkar, en kolvetnin eru flókin og gefa ágæta langtímaorku. Kartöflur eru mjög fitusnauðar og eru jafnframt ríkar af trefjum, C-vítamíni og steinefninu kalíum sem er mikilvægt fyrir vökvabúskap líkamans og vöðvasamdrátt. Kartöflur eru mikilvægur hluti holls og fjölbreytts mataræðis, nokkuð sem allir ættu að leggja áherslu á til að bæta heilsu og líðan. Með því að auka hlut kartaflna og grænmetis með aðalréttum, sérstaklega kjöti, má lækka fituhlutfall máltíðarinnar. Pestó-kartöflur - góðar með steiktu kjöti, kjúklingi og fiski, eða einar sér með salati og brauði. 500 g forsoðnar kartöflur 1 msk. olía 1/2 laukur, saxaður smátt 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt 4-5 tómatar, vel þroskaðir, saxaðir 2 msk. pestósósa nýmalaður pipar salt e.t.v. nokkur söxuð basilíkulauf Olían hituð í potti og laukur og hvítlaukur látnir krauma við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Meirihlutanum af tómötunum bætt í pottinn ásamt kartöflum og pestósósu. Látið malla áfram við vægan hita þar til kartöflurnar eru heitar í gegn og tómatarnir soðnir í mauk. Þá er sósan krydduð með pipar og salti eftir smekk og síðan er afganginum af tómötunum hrært saman við, ásamt basilíkunni ef hún er notuð. Látið malla í 1-2 mínútur í viðbót. Matur Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kartöflur hafa lengi verið fastur punktur í mataræði okkar og lítið lát virðist vera á vinsældum þeirra. Kartöflur má matbúa á ótal vegu, sjóða, baka, steikja og stappa. Spara má mikinn tíma og fyrirhöfn með því að nota forsoðnar kartöflur. Þær fást í handhægum pakkningum án hýðis. Kartöflurnar eru forsoðnar í pakkningunum svo lítið tapast af næringarefnum. Meðfylgjandi eru tvær uppskriftir sem gefa góða hugmynd um hvernig nota má forsoðnar kartöflur frá Þykkvabæjar til að búa til hollan og góðan mat án mikillar fyrirhafnar. Kartöflur eru kolvetnaríkar, en kolvetnin eru flókin og gefa ágæta langtímaorku. Kartöflur eru mjög fitusnauðar og eru jafnframt ríkar af trefjum, C-vítamíni og steinefninu kalíum sem er mikilvægt fyrir vökvabúskap líkamans og vöðvasamdrátt. Kartöflur eru mikilvægur hluti holls og fjölbreytts mataræðis, nokkuð sem allir ættu að leggja áherslu á til að bæta heilsu og líðan. Með því að auka hlut kartaflna og grænmetis með aðalréttum, sérstaklega kjöti, má lækka fituhlutfall máltíðarinnar. Pestó-kartöflur - góðar með steiktu kjöti, kjúklingi og fiski, eða einar sér með salati og brauði. 500 g forsoðnar kartöflur 1 msk. olía 1/2 laukur, saxaður smátt 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt 4-5 tómatar, vel þroskaðir, saxaðir 2 msk. pestósósa nýmalaður pipar salt e.t.v. nokkur söxuð basilíkulauf Olían hituð í potti og laukur og hvítlaukur látnir krauma við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Meirihlutanum af tómötunum bætt í pottinn ásamt kartöflum og pestósósu. Látið malla áfram við vægan hita þar til kartöflurnar eru heitar í gegn og tómatarnir soðnir í mauk. Þá er sósan krydduð með pipar og salti eftir smekk og síðan er afganginum af tómötunum hrært saman við, ásamt basilíkunni ef hún er notuð. Látið malla í 1-2 mínútur í viðbót.
Matur Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira