Brúðarkjólaleiga Dóru 11. nóvember 2004 00:01 Brúðarkjólaleiga Dóru að Suðurlandsbraut 50 í Reykjavík er flestum kunn og mörgum jafnvel góðkunn. Verslunin hefur verið starfrækt ansi lengi en í apríl á þessu ári skipti hún um eigendur. 29 ára fatahönnuður, Anna Kristín Magnúsdóttir, er nýi eigandinn og hefur gert nokkrar breytingar á rekstri leigunnar, sem nú er einnig verslun. "Það helsta sem hefur breyst er að nú sérsaumum við alls kyns fatnað fyrir bæði konur og karla. Mest höfum við þó verið að sauma brúðarkjóla fyrir konur. Inni í sérsauminum er fatahönnun og aðstoð við að finna efni," segir Anna en þessi þjónusta hefur vakið talsvert mikla lukku. "Við erum einnig með tvær línur af samkvæmiskjólum, Zafari og Consortium, sem við seljum en leigjum ekki út. Sú þjónusta hefur gengið mjög vel og kjólarnir rjúka út hjá okkur. Einnig erum við með fullt af kjólum til leigu og erum alltaf að bæta við okkur nýjum týpum. Við lánum einnig fylgihluti eins og sjöl, skart, skó og nærföt og breytum öllum fatnaði; hvort sem hann er úr leigunni eður ei. Nú erum við mest að stíla upp á árshátíðarnar en í desember fáum við tvær nýjar línur af brúðarkjólum, Romantica og Pronovias, sem verða eingöngu til sölu." Anna lærði fatahönnun í Margrétarskólanum í Kaupmannahöfn og hefur unnið talsvert mikið sjálfstætt undanfarin ár og aflað sér reynslu fyrir rekstur brúðarkjólaleigunnar. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Brúðarkjólaleiga Dóru að Suðurlandsbraut 50 í Reykjavík er flestum kunn og mörgum jafnvel góðkunn. Verslunin hefur verið starfrækt ansi lengi en í apríl á þessu ári skipti hún um eigendur. 29 ára fatahönnuður, Anna Kristín Magnúsdóttir, er nýi eigandinn og hefur gert nokkrar breytingar á rekstri leigunnar, sem nú er einnig verslun. "Það helsta sem hefur breyst er að nú sérsaumum við alls kyns fatnað fyrir bæði konur og karla. Mest höfum við þó verið að sauma brúðarkjóla fyrir konur. Inni í sérsauminum er fatahönnun og aðstoð við að finna efni," segir Anna en þessi þjónusta hefur vakið talsvert mikla lukku. "Við erum einnig með tvær línur af samkvæmiskjólum, Zafari og Consortium, sem við seljum en leigjum ekki út. Sú þjónusta hefur gengið mjög vel og kjólarnir rjúka út hjá okkur. Einnig erum við með fullt af kjólum til leigu og erum alltaf að bæta við okkur nýjum týpum. Við lánum einnig fylgihluti eins og sjöl, skart, skó og nærföt og breytum öllum fatnaði; hvort sem hann er úr leigunni eður ei. Nú erum við mest að stíla upp á árshátíðarnar en í desember fáum við tvær nýjar línur af brúðarkjólum, Romantica og Pronovias, sem verða eingöngu til sölu." Anna lærði fatahönnun í Margrétarskólanum í Kaupmannahöfn og hefur unnið talsvert mikið sjálfstætt undanfarin ár og aflað sér reynslu fyrir rekstur brúðarkjólaleigunnar.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira