Stjórnarandstaðan elur á falsvonum 9. nóvember 2004 00:01 Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum. Á Alþingi voru menn vissulega sammála um alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin. Þá greindi hins vegar verulega á um hver bæri ábyrgðina og hvað væri nú til ráða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði allt tal um að ríkið eigi að setja meiri pening inn í kennaradeiluna óábyrgt og frekar í ætt við tækifærismennsku. Það væri skammgóður vermir á lausn deilunnar fyrir samningsaðila því stöðugleiki í efnahagsmálum væri allra mál og umsamdar kauphækkanir yrðu étnar strax upp af verðbólgu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði lausatök ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra á efnahagsmálunum hafa leitt til þess að verðbólgan sé farin úr böndunum. Það væri ein af ástæðum þess að kennarar hafi ekki treyst sér til að samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og sagði Össur stjórnina því eiga töluvert stóra sök á því að þannig hafi farið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ríkisstjórnina eiga að koma með yfirlýsingu um að hún ætli að treysta tekjustofna sveitarfélaganna því á slíkri yfirlýsingu verði deilan leyst. Menntamálaráðherra óskaði í kjölfarið eftir samræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar í stað þess að ala á falsvonum. Hún endurtók að það leysti ekki deiluna að setja meiri pening inn í deiluna og sagði svo málflutning stjórnarndstöðunnar ekki boðlegan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum. Á Alþingi voru menn vissulega sammála um alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin. Þá greindi hins vegar verulega á um hver bæri ábyrgðina og hvað væri nú til ráða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði allt tal um að ríkið eigi að setja meiri pening inn í kennaradeiluna óábyrgt og frekar í ætt við tækifærismennsku. Það væri skammgóður vermir á lausn deilunnar fyrir samningsaðila því stöðugleiki í efnahagsmálum væri allra mál og umsamdar kauphækkanir yrðu étnar strax upp af verðbólgu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði lausatök ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra á efnahagsmálunum hafa leitt til þess að verðbólgan sé farin úr böndunum. Það væri ein af ástæðum þess að kennarar hafi ekki treyst sér til að samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og sagði Össur stjórnina því eiga töluvert stóra sök á því að þannig hafi farið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ríkisstjórnina eiga að koma með yfirlýsingu um að hún ætli að treysta tekjustofna sveitarfélaganna því á slíkri yfirlýsingu verði deilan leyst. Menntamálaráðherra óskaði í kjölfarið eftir samræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar í stað þess að ala á falsvonum. Hún endurtók að það leysti ekki deiluna að setja meiri pening inn í deiluna og sagði svo málflutning stjórnarndstöðunnar ekki boðlegan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira