Bingó-Villi 8. nóvember 2004 00:01 "Ég held mér eiginlega ekki í formi. Ég mætti í líkamsrækt einu sinni og var ágætlega duglegur að boxa og hlaupa en hætti því fljótlega. Ég stunda reyndar Dean Martin-leikfimi af kappi þessa dagana sem felst í glasalyftingum," segir Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur eða Bingó-Villi eins og flestir þekkja hann þessa dagana. Villi er ekki alslæmur þar sem hann gerði garðinn frægan hér á árum áður með handboltaliði KA. "Ég var í unglingalandsliðinu í handbolta og varð margfaldur Íslandsmeistari. Síðan fékk ég hreinlega nóg af því. Mér finnst handbolti reyndar meiriháttar íþrótt. Það er sjaldan sem maður fær hrós fyrir að slást og hamast í upplýstu húsi." Villi hugsar mikið um mataræðið þó hann hugsi ekki um hollustuna. "Ég er rosalegur sælkeri og nautnabelgur. Ég vil bara alvöru kjöt og villibráð og ekkert gervi. Ég vil helst hafa mikið af því, mikið af sósu og helst mikið af smjöri og sykri. Matur er bara of góður til að borða tofu eða spelt. Þó að það sé fínt við sum tækifæri þá er það ekki gott í steik. Svo drekk ég líka heilmikið af kaffi til að halda mér í formi," segir Villi en líkamsræktarstöðvarheimsókn er á dagskránni þótt ótrúlegt megi virðast. "Ég ætla að fara að fara aftur í ræktina svo ég komist í jakkaföt fyrir jólin." Villi er með þáttinn Bingó á Skjá Einum á sunnudagskvöldum og hefur hann fengið frábærar viðtökur. "Þetta er rosalega skemmtilegur og hraður þáttur og fólk virðist fíla hann vel," segir Villi en hægt er að prenta út bingóspjöld á heimasíðu Skjás Eins, s1.is, og spila með heima í stofu. Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég held mér eiginlega ekki í formi. Ég mætti í líkamsrækt einu sinni og var ágætlega duglegur að boxa og hlaupa en hætti því fljótlega. Ég stunda reyndar Dean Martin-leikfimi af kappi þessa dagana sem felst í glasalyftingum," segir Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur eða Bingó-Villi eins og flestir þekkja hann þessa dagana. Villi er ekki alslæmur þar sem hann gerði garðinn frægan hér á árum áður með handboltaliði KA. "Ég var í unglingalandsliðinu í handbolta og varð margfaldur Íslandsmeistari. Síðan fékk ég hreinlega nóg af því. Mér finnst handbolti reyndar meiriháttar íþrótt. Það er sjaldan sem maður fær hrós fyrir að slást og hamast í upplýstu húsi." Villi hugsar mikið um mataræðið þó hann hugsi ekki um hollustuna. "Ég er rosalegur sælkeri og nautnabelgur. Ég vil bara alvöru kjöt og villibráð og ekkert gervi. Ég vil helst hafa mikið af því, mikið af sósu og helst mikið af smjöri og sykri. Matur er bara of góður til að borða tofu eða spelt. Þó að það sé fínt við sum tækifæri þá er það ekki gott í steik. Svo drekk ég líka heilmikið af kaffi til að halda mér í formi," segir Villi en líkamsræktarstöðvarheimsókn er á dagskránni þótt ótrúlegt megi virðast. "Ég ætla að fara að fara aftur í ræktina svo ég komist í jakkaföt fyrir jólin." Villi er með þáttinn Bingó á Skjá Einum á sunnudagskvöldum og hefur hann fengið frábærar viðtökur. "Þetta er rosalega skemmtilegur og hraður þáttur og fólk virðist fíla hann vel," segir Villi en hægt er að prenta út bingóspjöld á heimasíðu Skjás Eins, s1.is, og spila með heima í stofu.
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira