Menning

Koma ekki í veg fyrir krabbamein

Ávextir og grænmeti eru holl fæða og góð fyrir hjartað en í nýrri könnun Harvard-háskóla þar sem 100.000 einstaklingar voru rannsakaðir á löngu tímabili, kemur í ljós að þessar fæðutegundir koma ekki í veg fyrir krabbamein. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þær kenningar að þrír til fjórir skammtar á dag af ávöxtum og grænmeti geti að einhverju leyti komið í veg fyrir hjartasjúkdóma, en Dr. Walter Willett, sem stjórnaði rannsókninni, segir ekkert benda til að þessar fæðutegundir hafi fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein. "Fullyrðingar þar að lútandi eru orðum auknar," segir hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×