Dagur verði borgarstjóri 4. nóvember 2004 00:01 Tillaga liggur fyrir innan Reykjavíkurlistans um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíufélaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem rætt var um framtíð listans. Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en vitað er að tillaga um Dag sem borgarstjóra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum í dag. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra og voru miklar annir hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Formenn félaga stjórnmálaflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að grasrótin í flokkunum fengi að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað þess að borgarfulltrúar stæðu einir í ákvarðanatökunni. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum flokksfélaganna og þingmönnum borgarinnar. Að þeim fundum loknum hittust borgarfulltrúarnir á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfulltrúarnir allir á fund með borgarstjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: "Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu." Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Tillaga liggur fyrir innan Reykjavíkurlistans um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíufélaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem rætt var um framtíð listans. Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en vitað er að tillaga um Dag sem borgarstjóra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum í dag. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra og voru miklar annir hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Formenn félaga stjórnmálaflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að grasrótin í flokkunum fengi að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað þess að borgarfulltrúar stæðu einir í ákvarðanatökunni. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum flokksfélaganna og þingmönnum borgarinnar. Að þeim fundum loknum hittust borgarfulltrúarnir á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfulltrúarnir allir á fund með borgarstjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: "Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira