Heltekinn af hamfaraflóðum 3. nóvember 2004 00:01 Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ísaldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoðunar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfarvegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. "Þar er dálítið eyðilegt um að litast," segir hann. Annars finnst Russell mikið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal erlendra jarðvísindamanna á Íslandi enda segir Russell að landið sé eins og ein stór tilraunastofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksummerki á Skeiðarársandi. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ísaldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoðunar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfarvegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. "Þar er dálítið eyðilegt um að litast," segir hann. Annars finnst Russell mikið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal erlendra jarðvísindamanna á Íslandi enda segir Russell að landið sé eins og ein stór tilraunastofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksummerki á Skeiðarársandi.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira