Grúví hárgreiðslustofa 3. nóvember 2004 00:01 Hártískan er eins og fatatískan í vetur, opin í báða enda, allt er leyfilegt. "Klassískar klippingar eru inni í bland við sterka liti og persónulegt yfirbragð er æskilegt. Fólk á að vera óhrætt við að leika sér og prófa eitthvað nýtt án þess að vera stílfært um of," segir Anna Sigríður Pálsdóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Gallerí Gel. Gallerí Gel sem opnaði í byrjun september er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Þetta er ekki hefðbundin hárgreiðslustofa því í húsnæðinu er líka listagallerí sem hefur að markmiði að koma ungu listafólki á framfæri með litlum tilkostnaði. Að baki hár-lista-gallerísins standa Anna Sigríður hárgreiðslumeistari og Aron Bergmann Magnússon listamaður. Nú prýða ljósmyndir Stephans Stephensen sýningarsal Gallerís Gel en listasýningar í galleríinu munu opna með tilheyrandi opnunarpartíi og standa yfir í um það bil mánuð í senn. Heimsókn í Gallerí Gel kemur skemmtilega á óvart því þar kennir margra grasa; litun og blástur samkvæmt nýjustu tískustraumum, menning beint í æð og suðræn sjóðheit sambamúsík blandast í góðan kokkteil.Listagallerí starfar einnig í hárgreiðslustofunni.Mynd/Vilhelm Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hártískan er eins og fatatískan í vetur, opin í báða enda, allt er leyfilegt. "Klassískar klippingar eru inni í bland við sterka liti og persónulegt yfirbragð er æskilegt. Fólk á að vera óhrætt við að leika sér og prófa eitthvað nýtt án þess að vera stílfært um of," segir Anna Sigríður Pálsdóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Gallerí Gel. Gallerí Gel sem opnaði í byrjun september er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Þetta er ekki hefðbundin hárgreiðslustofa því í húsnæðinu er líka listagallerí sem hefur að markmiði að koma ungu listafólki á framfæri með litlum tilkostnaði. Að baki hár-lista-gallerísins standa Anna Sigríður hárgreiðslumeistari og Aron Bergmann Magnússon listamaður. Nú prýða ljósmyndir Stephans Stephensen sýningarsal Gallerís Gel en listasýningar í galleríinu munu opna með tilheyrandi opnunarpartíi og standa yfir í um það bil mánuð í senn. Heimsókn í Gallerí Gel kemur skemmtilega á óvart því þar kennir margra grasa; litun og blástur samkvæmt nýjustu tískustraumum, menning beint í æð og suðræn sjóðheit sambamúsík blandast í góðan kokkteil.Listagallerí starfar einnig í hárgreiðslustofunni.Mynd/Vilhelm
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira