Vesturfaranámskeið 3. nóvember 2004 00:01 "Þetta verður saga landnámsins í Vesturheimi, bókmenntasagan og samskiptin við innfædda." Þannig lýsir Böðvar Guðmundsson nýju námskeiði um vesturfarana sem verður haldið í Borgarleikhúsinu nú í nóvember. Tilefnið er sýning leikhússins á Híbýlum vindanna, leikgerð Bjarna Jónssonar á Vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar. Námskeiðið stendur fjögur kvöld og hefst þann 11. nóvember með innleggi Böðvars sjálfs sem nefnist Bréfin sem Vestur-Íslendingar skrifuðu heim. "Ég mun segja frá eðli bréfanna, tala um bréfritara, hverju þeir eru að lýsa og af hverju þeir eru að skrifa," segir Böðvar og hlakkar til að skreppa heim frá Danmörku en býst ekki við að stoppa lengi. Viðar Hreinsson fjallar um upphaf vesturferða, veruleikann og bókmenntirnar 16. nóvember í erindinu Ég elska þig lítið eða alls ekki neitt og 18. nóvember fræðir Helga Ögmundardóttir fólk um lífskjör og aðstæður frumbyggjanna og samskipti þeirra við Vestur-Íslendinga. Síðasta kvöldið af fjórum verður 23. nóvember. Þá mun Gísli Sigurðsson gera grein fyrir upptökum úr safni Hallfreðar Arnar Eiríkssonar og Olgu Maríu Franzdóttur sem ferðuðust um byggðir Vestur-Íslendinga veturinn 1972-73 og söfnuðu efni. Þeirra innlegg nefnist Sagnalist Vestur-Íslendinga. Flestar sögurnar eru frá byggðunum í Manitoba og lýsa sveitunum þar, dulrænum fyrirbærum og kynlegum kvistum, veiðum í skógum og á Winnipegvatni. Þess má geta að þátttakendum námskeiðsins er boðið á forsýningu á Híbýlum vindanna í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur 5. janúar 2005. Námskeiðið er haldið af Mími og Borgarleikhúsinu og kortagestir leikhússins fá 20% afslátt. Nám Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Þetta verður saga landnámsins í Vesturheimi, bókmenntasagan og samskiptin við innfædda." Þannig lýsir Böðvar Guðmundsson nýju námskeiði um vesturfarana sem verður haldið í Borgarleikhúsinu nú í nóvember. Tilefnið er sýning leikhússins á Híbýlum vindanna, leikgerð Bjarna Jónssonar á Vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar. Námskeiðið stendur fjögur kvöld og hefst þann 11. nóvember með innleggi Böðvars sjálfs sem nefnist Bréfin sem Vestur-Íslendingar skrifuðu heim. "Ég mun segja frá eðli bréfanna, tala um bréfritara, hverju þeir eru að lýsa og af hverju þeir eru að skrifa," segir Böðvar og hlakkar til að skreppa heim frá Danmörku en býst ekki við að stoppa lengi. Viðar Hreinsson fjallar um upphaf vesturferða, veruleikann og bókmenntirnar 16. nóvember í erindinu Ég elska þig lítið eða alls ekki neitt og 18. nóvember fræðir Helga Ögmundardóttir fólk um lífskjör og aðstæður frumbyggjanna og samskipti þeirra við Vestur-Íslendinga. Síðasta kvöldið af fjórum verður 23. nóvember. Þá mun Gísli Sigurðsson gera grein fyrir upptökum úr safni Hallfreðar Arnar Eiríkssonar og Olgu Maríu Franzdóttur sem ferðuðust um byggðir Vestur-Íslendinga veturinn 1972-73 og söfnuðu efni. Þeirra innlegg nefnist Sagnalist Vestur-Íslendinga. Flestar sögurnar eru frá byggðunum í Manitoba og lýsa sveitunum þar, dulrænum fyrirbærum og kynlegum kvistum, veiðum í skógum og á Winnipegvatni. Þess má geta að þátttakendum námskeiðsins er boðið á forsýningu á Híbýlum vindanna í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur 5. janúar 2005. Námskeiðið er haldið af Mími og Borgarleikhúsinu og kortagestir leikhússins fá 20% afslátt.
Nám Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira