Náttúruvaktin 3. nóvember 2004 00:01 Gosið sem hófst í Grímsvötnum á Vatnajökli í fyrrakvöld, hið þrettánda á hundrað árum, minnir okkur á tvennt. Hvað sem allri þróun tækni og vísinda líður eru náttúruöflin manninum margfalt máttugri. Gagnvart heljarkrafti eldgosa og jökulhlaupa getum við aðeins undrast, hrifist eða skelfst eftir atvikum, og vonað hið besta. En þennan kraft munum við tæplega nokkru sinni beisla. Hitt er, að það getur ráðið úrslitum í viðureigninni við náttúruöflin að viðbúnaður sé ávallt sem bestur og traust þekking sé fyrir hendi á líklegri hegðun náttúrunnar við skilyrði eins og nú hafa skapast. Í því efni erum við Íslendingar heppnir að eiga annars vegar öflugar almannavarnir og hins vegar vísindamenn á heimsmælikvarða. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að slíkt er engan veginn sjálfgefið. Það gildir jafnt um öryggisstofnanir sem vísindastofnanir að þær geta aðeins þrifist við þær aðstæður að almennur skilningur ríki á störfum þeirra og nauðsynlegu fjármagni sé veitt til þeirra. Og starfskrafta bestu vísndamanna þjóðarinnar getum við aðeins vænst að njóta ef við erum tilbúin að bjóða þeim viðunandi starfsaðstæður. Hvort tveggja vill því miður stundum gleymast þegar eldtungurnar úr iðrum jarðar hverfa sjónum og skjálftavirknin rénar. Við Íslendingar lifum í landi þar sem gosvirkni er óvenju mikil. Þó að við ráðum ekki við náttúruna höfum við markvisst búið okkur undir þau átök við hana sem reynslan hefur kennt okkur að vænta. Við höfum lagt áherslu á að hafa alltaf sveit vel menntaðra jarðfræðinga og vísindamanna í skyldum greinum til að koma á vettvang þegar náttúruhamfarir verða. Án vísindamanna Veðurstofu, Orkustofnunar, Raunvísindastofnunar Háskólans og sambærilegra stofnana er hætt við að þjóðin yrði óstyrk við fréttir af hamförum eins og eldgosum og jarðskjálftum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Gosið sem hófst í Grímsvötnum á Vatnajökli í fyrrakvöld, hið þrettánda á hundrað árum, minnir okkur á tvennt. Hvað sem allri þróun tækni og vísinda líður eru náttúruöflin manninum margfalt máttugri. Gagnvart heljarkrafti eldgosa og jökulhlaupa getum við aðeins undrast, hrifist eða skelfst eftir atvikum, og vonað hið besta. En þennan kraft munum við tæplega nokkru sinni beisla. Hitt er, að það getur ráðið úrslitum í viðureigninni við náttúruöflin að viðbúnaður sé ávallt sem bestur og traust þekking sé fyrir hendi á líklegri hegðun náttúrunnar við skilyrði eins og nú hafa skapast. Í því efni erum við Íslendingar heppnir að eiga annars vegar öflugar almannavarnir og hins vegar vísindamenn á heimsmælikvarða. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að slíkt er engan veginn sjálfgefið. Það gildir jafnt um öryggisstofnanir sem vísindastofnanir að þær geta aðeins þrifist við þær aðstæður að almennur skilningur ríki á störfum þeirra og nauðsynlegu fjármagni sé veitt til þeirra. Og starfskrafta bestu vísndamanna þjóðarinnar getum við aðeins vænst að njóta ef við erum tilbúin að bjóða þeim viðunandi starfsaðstæður. Hvort tveggja vill því miður stundum gleymast þegar eldtungurnar úr iðrum jarðar hverfa sjónum og skjálftavirknin rénar. Við Íslendingar lifum í landi þar sem gosvirkni er óvenju mikil. Þó að við ráðum ekki við náttúruna höfum við markvisst búið okkur undir þau átök við hana sem reynslan hefur kennt okkur að vænta. Við höfum lagt áherslu á að hafa alltaf sveit vel menntaðra jarðfræðinga og vísindamanna í skyldum greinum til að koma á vettvang þegar náttúruhamfarir verða. Án vísindamanna Veðurstofu, Orkustofnunar, Raunvísindastofnunar Háskólans og sambærilegra stofnana er hætt við að þjóðin yrði óstyrk við fréttir af hamförum eins og eldgosum og jarðskjálftum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun