Ný goshrina hafin 2. nóvember 2004 00:01 Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu. "Nú er að að öllum líkindum að hafin ný goshrina í Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. "Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Grímsvötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið." Magnús Tumi segir að goshrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gosvirknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvís en gosið núna. "Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið." Viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur olli því að eldgosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, kom jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi ollið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðarársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kílómetra upp í himininn. Hann var það mikill í gær stórt svæði norð-austur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norð-austur. Gosvefur VeðurstofunnarMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYNDYHeiður ÓskMYND/HjaltiMYND/Hjalti Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu. "Nú er að að öllum líkindum að hafin ný goshrina í Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. "Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Grímsvötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið." Magnús Tumi segir að goshrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gosvirknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvís en gosið núna. "Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið." Viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur olli því að eldgosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, kom jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi ollið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðarársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kílómetra upp í himininn. Hann var það mikill í gær stórt svæði norð-austur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norð-austur. Gosvefur VeðurstofunnarMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYNDYHeiður ÓskMYND/HjaltiMYND/Hjalti
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira