Sjálfstæðismanni ekki sætt 2. nóvember 2004 00:01 „Þetta er verra en ég hélt,“ segir Davíð Oddsson um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Ef hann eða einhver annar Sjálfsstæðismaður væri borgarstjóri hefði þeim ekki verið sætt í embætti. Þegar samráð olíufélaganna komst fyrst í hámæli fyrir rúmu ári hélt þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, blaðamannafund og lýsti hann því að málið liti skelfilega út. Hann segist nú ekki ætla að láta sem hann hafi lesið hina þúsund blaðsíðna endanlegu skýrslu en að það sem hann hafi séð sé verra en hann vænti. Hann segir vilja manna til að vinna svona alltof mikinn og vonar að svona hugarfar sé að breytast í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við olíuhneykslið. Sumir hafa talið að Sólveig Pétursdóttir hafi verið látin hætta sem dómsmálaráðherra vegna hlutdeildar eiginmanns hennar í málinu. Davíð segir svo ekki vera og telur varasamt að tengja Sólveigu við málið vegna hjónabands. Þá hefur verið rætt um þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem var framkvæmdastjóri markaðssviðs ESSÓ frá 1993-1998. Hans er víða getið í skýrslunni, meðal annars í tengslum við samráð í útboðum til Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Þórólfur segir sjálfur að erfitt sé að segja hvenær hann hafi farið að gruna að ekki væri allt með felldu í starfsemi olíufélaganna. Hann hafi t.a.m. ekki haft fundargerðir eða minnispunkta forstjóranna fyrr en hann reyndi að upplýsa málið uppi í Samkeppnisstofnun. Eins og komið hefur fram hefur erfiðlega gengið að fá fulltrúa R-listans til að ræða málið við Stöð 2. Ágætt er þá að rifja upp orð Ingibjargar Sólrúnar frá því í fyrra, nánar tiltekið í fréttum Stöðvar 2 þann 31. júlí 2003. Þá sagði hún orrahríðina sem Þórólfur gengi í gegnum meiri en hún væri ef hann gegndi öðru starfi. Hún kvaðst jafnframt efast um að hann hefði þegið starf borgarstjóra ef hann hefði vitað að málið kæmi upp með þessum hætti. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
„Þetta er verra en ég hélt,“ segir Davíð Oddsson um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Ef hann eða einhver annar Sjálfsstæðismaður væri borgarstjóri hefði þeim ekki verið sætt í embætti. Þegar samráð olíufélaganna komst fyrst í hámæli fyrir rúmu ári hélt þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, blaðamannafund og lýsti hann því að málið liti skelfilega út. Hann segist nú ekki ætla að láta sem hann hafi lesið hina þúsund blaðsíðna endanlegu skýrslu en að það sem hann hafi séð sé verra en hann vænti. Hann segir vilja manna til að vinna svona alltof mikinn og vonar að svona hugarfar sé að breytast í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við olíuhneykslið. Sumir hafa talið að Sólveig Pétursdóttir hafi verið látin hætta sem dómsmálaráðherra vegna hlutdeildar eiginmanns hennar í málinu. Davíð segir svo ekki vera og telur varasamt að tengja Sólveigu við málið vegna hjónabands. Þá hefur verið rætt um þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem var framkvæmdastjóri markaðssviðs ESSÓ frá 1993-1998. Hans er víða getið í skýrslunni, meðal annars í tengslum við samráð í útboðum til Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Þórólfur segir sjálfur að erfitt sé að segja hvenær hann hafi farið að gruna að ekki væri allt með felldu í starfsemi olíufélaganna. Hann hafi t.a.m. ekki haft fundargerðir eða minnispunkta forstjóranna fyrr en hann reyndi að upplýsa málið uppi í Samkeppnisstofnun. Eins og komið hefur fram hefur erfiðlega gengið að fá fulltrúa R-listans til að ræða málið við Stöð 2. Ágætt er þá að rifja upp orð Ingibjargar Sólrúnar frá því í fyrra, nánar tiltekið í fréttum Stöðvar 2 þann 31. júlí 2003. Þá sagði hún orrahríðina sem Þórólfur gengi í gegnum meiri en hún væri ef hann gegndi öðru starfi. Hún kvaðst jafnframt efast um að hann hefði þegið starf borgarstjóra ef hann hefði vitað að málið kæmi upp með þessum hætti.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira