Hin rámu regindjúp rymja á ný 2. nóvember 2004 00:01 Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins en talið er að þau hafi gosið að minnsta kosti fimmtíu sinnum frá landnámi. Tjón af völdum Grímsvatnagosa hefur að jafnaði verið lítið, ef hamfaraflóðin sem fylgdu gosi árið 1996 eru undanskilin en þau sópuðu mannvirkjum á Skeiðarársandi á brott. Virkasta eldstöð landsins Grímsvötn eru að öllum líkindum virkasta eldstöð landsins. Þar hafa jarðeldar brotist út í það minnsta fimmtíu sinnum frá landnámi en sú tala gæti verið mun hærri þar sem eldstöðin er úr alfaraleið og undir jökli. Því má vera að lítil gos hafi orðið þar fyrr á öldum án þess að þeirra hafi orðið vart. Grímsvötn eru í raun þrjár öskjur sem grafnar eru undir Vatnajökli. Sú stærsta er sporöskjulaga, um sjö kílómetrar á lengd og inn í hana eru felldar tvær minni öskjur. Grímsvötn eru hluti af stærra sprungukerfi sem teygir sig allt suður til Lakagíga og norður Gjálparrein. Sé horft á Grímsvötn úr lofti blasir um það bil 35 ferkílómetra askja við. Undir 200 metra þykkri íshellunni er allstórt stöðuvatn sem myndast af völdum jarðhita en svæðið er að líkindum aflmesta jarðhitasvæði heims. Víða sést í fast berg en jökulís rennur ofan í öskjuna frá öllum hliðum. Þegar gos verða í Grímsvötnum þá streymir upp basaltkvika. Þegar kvikan kemst í snertingu við vatn og ís þá tætist hún í sundur vegna kælingarinnar og gjóska verður til. Gjóskan streymir upp í andrúmsloftið og getur borist mjög víða. Þannig eru dæmi um að gjóska úr Grímsvötnum hafi borist alla leið til meginlands Evrópu en það ræðst þó af vindátt. Fyrst þarf þó gjóskan að bora sig í gegnum íshelluna og geta umbrotin af þeim sökum orðið afar mikil. Lítil hraunmyndun verður við eldgos af þessu tagi en hins vegar fylgja þeim oft mikil vatnsflóð vegna ísbræðslu. Gos í lotum Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundsssonar, jarðfræðings, verða goshrinur með reglulegu millibili í Grímsvötnum. Standa loturnar yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli er líður lengra á milli gosa. "Slíkri goshrinu lauk á fjórða áratug síðustu aldar og nú virðist ný lota vera í uppsiglingu," segir hann. Á árunum 1870-1940 gaus í það minnsta tólf sinnum á Grímsvatnasvæðinu. Sum þessara gosa urðu nokkuð stór eins og eldsumbrotin árið 1922 en þau virðast hafa staðið yfir í þrjár vikur með tilheyrandi öskufalli. Árið 1934 var allstórt gos í öskjunni með talsverðu gjóskufalli og rétt eins og nú er talið að Skeiðarárhlaup hafi orðið kveikjan að því. Næstu áratugina á eftir var hins vegar harla rólegt um að litast á jöklinum, ef frá er talið lítið gos árið 1983. Gjálp gerir usla Í septemberlok 1996 hófst svo fjórða mesta eldgos tuttugustu aldar þegar svonefnd Gjálp, rétt norðan við Grímsvötn, rumskaði af værum svefni. Á þessum stað er jarðhitinn minni en í sjálfri Grímsvatnaöskjunni og því var íshellan mun þykkari. Af þeim sökum tók drjúga stund fyrir gjóskuna að brjótast gegnum ísinn. Gífurlegt magn af ís bráðnaði í gosinu og myndaðist fögur ísgjá yfir hluta gosstöðvanna. Gosið sjálft stóð í tæpan hálfan mánuð og á þeim tíma ruddi Gjálp úr sér 0,7 rúmkílómetrum af gosefnum. Aðeins Kötlugosið 1918, Heklugosið 1947 og Surtseyjargosið slógu Gjálp við í þessum efnum á öldinni sem leið. Bræðsluvatnið sem myndaðist í gosinu streymdi niður í Grímsvötn og safnaðist þar fyrir. Landsmenn fylgdust á milli vonar og ótta með Grímsvötnum bólgna út af öllu þessu vatni enda var einsýnt að fyrr en síðar myndi það fossa út á Skeiðarársand. 5. nóvember, tæpum þremur vikum eftir að sjálfu gosinu lauk, brustu flóðgáttirnar og vatnið geystist fram af ógnarkrafti. Skeiðarársandur fylltist á augabragði af jökulvatni, ísjökum og aur og er talið að á fyrstu klukkustundum hlaupsins hafi 15.000 rúmmetrar á sekúndu flætt þar yfir en til samanburðar þá er rennsli Þjórsár rúmir 300 rúmmetrar á sekúndu. Alls runnu rúmir þrír rúmkílómetrar af vatni fram á sandinn í hamförunum, brúnni yfir Gígjukvísl skolaði á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Engin flóð Rétt fyrir jólaleytið 1998 létu Grímsvötn enn á ný á sér kræla og að þessu sinni varð gos á þremur stöðum í sjálfri öskjunni, á kílómetra langri sprungu. Tignarlegur gosmökkurinn reis hátt í loft og varð gjóskufalls víða vart. Til allrar hamingju urðu engin flóð á Skeiðarársandi líkt og í Gjálpargosinu og því varð ekkert tjón á mannvirkjum. Skýring á þessu var einfaldlega sú að fyrst að gosið varð undir sjálfum Grímsvötnum þá bætti það engu vatni í öskjuna. Grímsvatnagosið sem hófst á mánudagskvöldið er þegar talið öflugra en gosið 1998. Gosið nú þykir einnig sérstakt þar sem Skeiðarárhlaup var orsök þess en ekki afleiðing. Þetta vekur mönnum von í brjósti um að ekki komi til hamfarahlaups þar sem vatnið nær ekki að safnast saman á svipaðan hátt og árið 1996. Búast jarðvísindamenn við að þessu nýjasta Grímsvatnagosi muni ljúka að 7-10 dögum liðnum. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins en talið er að þau hafi gosið að minnsta kosti fimmtíu sinnum frá landnámi. Tjón af völdum Grímsvatnagosa hefur að jafnaði verið lítið, ef hamfaraflóðin sem fylgdu gosi árið 1996 eru undanskilin en þau sópuðu mannvirkjum á Skeiðarársandi á brott. Virkasta eldstöð landsins Grímsvötn eru að öllum líkindum virkasta eldstöð landsins. Þar hafa jarðeldar brotist út í það minnsta fimmtíu sinnum frá landnámi en sú tala gæti verið mun hærri þar sem eldstöðin er úr alfaraleið og undir jökli. Því má vera að lítil gos hafi orðið þar fyrr á öldum án þess að þeirra hafi orðið vart. Grímsvötn eru í raun þrjár öskjur sem grafnar eru undir Vatnajökli. Sú stærsta er sporöskjulaga, um sjö kílómetrar á lengd og inn í hana eru felldar tvær minni öskjur. Grímsvötn eru hluti af stærra sprungukerfi sem teygir sig allt suður til Lakagíga og norður Gjálparrein. Sé horft á Grímsvötn úr lofti blasir um það bil 35 ferkílómetra askja við. Undir 200 metra þykkri íshellunni er allstórt stöðuvatn sem myndast af völdum jarðhita en svæðið er að líkindum aflmesta jarðhitasvæði heims. Víða sést í fast berg en jökulís rennur ofan í öskjuna frá öllum hliðum. Þegar gos verða í Grímsvötnum þá streymir upp basaltkvika. Þegar kvikan kemst í snertingu við vatn og ís þá tætist hún í sundur vegna kælingarinnar og gjóska verður til. Gjóskan streymir upp í andrúmsloftið og getur borist mjög víða. Þannig eru dæmi um að gjóska úr Grímsvötnum hafi borist alla leið til meginlands Evrópu en það ræðst þó af vindátt. Fyrst þarf þó gjóskan að bora sig í gegnum íshelluna og geta umbrotin af þeim sökum orðið afar mikil. Lítil hraunmyndun verður við eldgos af þessu tagi en hins vegar fylgja þeim oft mikil vatnsflóð vegna ísbræðslu. Gos í lotum Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundsssonar, jarðfræðings, verða goshrinur með reglulegu millibili í Grímsvötnum. Standa loturnar yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli er líður lengra á milli gosa. "Slíkri goshrinu lauk á fjórða áratug síðustu aldar og nú virðist ný lota vera í uppsiglingu," segir hann. Á árunum 1870-1940 gaus í það minnsta tólf sinnum á Grímsvatnasvæðinu. Sum þessara gosa urðu nokkuð stór eins og eldsumbrotin árið 1922 en þau virðast hafa staðið yfir í þrjár vikur með tilheyrandi öskufalli. Árið 1934 var allstórt gos í öskjunni með talsverðu gjóskufalli og rétt eins og nú er talið að Skeiðarárhlaup hafi orðið kveikjan að því. Næstu áratugina á eftir var hins vegar harla rólegt um að litast á jöklinum, ef frá er talið lítið gos árið 1983. Gjálp gerir usla Í septemberlok 1996 hófst svo fjórða mesta eldgos tuttugustu aldar þegar svonefnd Gjálp, rétt norðan við Grímsvötn, rumskaði af værum svefni. Á þessum stað er jarðhitinn minni en í sjálfri Grímsvatnaöskjunni og því var íshellan mun þykkari. Af þeim sökum tók drjúga stund fyrir gjóskuna að brjótast gegnum ísinn. Gífurlegt magn af ís bráðnaði í gosinu og myndaðist fögur ísgjá yfir hluta gosstöðvanna. Gosið sjálft stóð í tæpan hálfan mánuð og á þeim tíma ruddi Gjálp úr sér 0,7 rúmkílómetrum af gosefnum. Aðeins Kötlugosið 1918, Heklugosið 1947 og Surtseyjargosið slógu Gjálp við í þessum efnum á öldinni sem leið. Bræðsluvatnið sem myndaðist í gosinu streymdi niður í Grímsvötn og safnaðist þar fyrir. Landsmenn fylgdust á milli vonar og ótta með Grímsvötnum bólgna út af öllu þessu vatni enda var einsýnt að fyrr en síðar myndi það fossa út á Skeiðarársand. 5. nóvember, tæpum þremur vikum eftir að sjálfu gosinu lauk, brustu flóðgáttirnar og vatnið geystist fram af ógnarkrafti. Skeiðarársandur fylltist á augabragði af jökulvatni, ísjökum og aur og er talið að á fyrstu klukkustundum hlaupsins hafi 15.000 rúmmetrar á sekúndu flætt þar yfir en til samanburðar þá er rennsli Þjórsár rúmir 300 rúmmetrar á sekúndu. Alls runnu rúmir þrír rúmkílómetrar af vatni fram á sandinn í hamförunum, brúnni yfir Gígjukvísl skolaði á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Engin flóð Rétt fyrir jólaleytið 1998 létu Grímsvötn enn á ný á sér kræla og að þessu sinni varð gos á þremur stöðum í sjálfri öskjunni, á kílómetra langri sprungu. Tignarlegur gosmökkurinn reis hátt í loft og varð gjóskufalls víða vart. Til allrar hamingju urðu engin flóð á Skeiðarársandi líkt og í Gjálpargosinu og því varð ekkert tjón á mannvirkjum. Skýring á þessu var einfaldlega sú að fyrst að gosið varð undir sjálfum Grímsvötnum þá bætti það engu vatni í öskjuna. Grímsvatnagosið sem hófst á mánudagskvöldið er þegar talið öflugra en gosið 1998. Gosið nú þykir einnig sérstakt þar sem Skeiðarárhlaup var orsök þess en ekki afleiðing. Þetta vekur mönnum von í brjósti um að ekki komi til hamfarahlaups þar sem vatnið nær ekki að safnast saman á svipaðan hátt og árið 1996. Búast jarðvísindamenn við að þessu nýjasta Grímsvatnagosi muni ljúka að 7-10 dögum liðnum.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira