Miklar sprengingar í gígnum 2. nóvember 2004 00:01 Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Þegar fréttastofan flaug yfir svæðið á milli klukkan 13 og 14 í dag var skýjahula yfir jöklinum sem náði upp í um sjö þúsund feta hæð. Gosmökkinn lagði til norðausturs en um þetta leyti var áætlað að mökkurinn næði upp í 29 þúsund feta hæð eða þotuflughæð. Þegar nær var komið opnaðisst skyndilega gat í skýjahuluna og við blasti virkasta eldstöð Íslands í öllum sínum ákafa. Það fór ekki á milli mála. Þarna var í gangi öflugt eldgos. Miklar sprengingar komu úr gígnum með reglulegu millibili og þeyttu öskusúlum mörg hundruð metra upp. Undir bólstrunum mátti sjá öskufallið leggjast yfir jökulinn. Þarna fóru saman ís og eldur; jarðeldurinn er að bræða jökulstálið og úr verða gríðarlegir gufubólstrar, auk þess mikla vatns sem bætist við í Grímsvötnin. Af jarðskjáltamælum álykta menn að sennilega hafi gosið verið hvað öflugast um fjögurleytið í nótt en mikill kraftur hafi þó verið í því í allan dag. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Síðasta gos var fyrir sex árum, árið 1998, og er gosið nú talið álíka mikið og þá. Þetta gos er hins vegar ólíkt hamfaragosinu árið 1996, sem var nokkru norðar, að því leyti að það bræðir tiltölulega lítinn ís, fór aðeins í gegnum 100 til 200 metra þykka íshellu, og skilar því litlu vatni í hlaup niður á Skeiðarársand. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Þegar fréttastofan flaug yfir svæðið á milli klukkan 13 og 14 í dag var skýjahula yfir jöklinum sem náði upp í um sjö þúsund feta hæð. Gosmökkinn lagði til norðausturs en um þetta leyti var áætlað að mökkurinn næði upp í 29 þúsund feta hæð eða þotuflughæð. Þegar nær var komið opnaðisst skyndilega gat í skýjahuluna og við blasti virkasta eldstöð Íslands í öllum sínum ákafa. Það fór ekki á milli mála. Þarna var í gangi öflugt eldgos. Miklar sprengingar komu úr gígnum með reglulegu millibili og þeyttu öskusúlum mörg hundruð metra upp. Undir bólstrunum mátti sjá öskufallið leggjast yfir jökulinn. Þarna fóru saman ís og eldur; jarðeldurinn er að bræða jökulstálið og úr verða gríðarlegir gufubólstrar, auk þess mikla vatns sem bætist við í Grímsvötnin. Af jarðskjáltamælum álykta menn að sennilega hafi gosið verið hvað öflugast um fjögurleytið í nótt en mikill kraftur hafi þó verið í því í allan dag. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Síðasta gos var fyrir sex árum, árið 1998, og er gosið nú talið álíka mikið og þá. Þetta gos er hins vegar ólíkt hamfaragosinu árið 1996, sem var nokkru norðar, að því leyti að það bræðir tiltölulega lítinn ís, fór aðeins í gegnum 100 til 200 metra þykka íshellu, og skilar því litlu vatni í hlaup niður á Skeiðarársand.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira