Launamál komin á hreint

Launamál grunnskólakennara um allt land virðast vera komin á hreint og því ljóst að þeir eru allir komnir til vinnu eftir að verkalli var frestað. Um tíma virtist óljóst hvort að kennarar í Kópavogi fengju greidd laun nú um mánaðamótin en samkvæmt upplýsingum frá launaskrifstofu Kópavogsbæjar verður greiðslum þar háttað eins og í nágrannasveitarfélögunum.