Tvísýnt með Þórólf 1. nóvember 2004 00:01 Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft vitneskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sínum með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvísleg málefni voru rædd. Í minnisblaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér saman í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykjavíkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélaganna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélaganna í Reykjavík, formanni Samfylkingarfélags Reykjavíkur og formanns Vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk framtíð Þórólfs var rædd. Þá vildi fulltrúi Vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næstunni. Auk þess koma fulltrúar Vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmælendur blaðsins útilokað að Þórólfur verði nokkurn tímann í framboði fyrir Reykjavíkurlistann. Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft vitneskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sínum með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvísleg málefni voru rædd. Í minnisblaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér saman í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykjavíkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélaganna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélaganna í Reykjavík, formanni Samfylkingarfélags Reykjavíkur og formanns Vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk framtíð Þórólfs var rædd. Þá vildi fulltrúi Vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næstunni. Auk þess koma fulltrúar Vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmælendur blaðsins útilokað að Þórólfur verði nokkurn tímann í framboði fyrir Reykjavíkurlistann.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira