Aftur í skólann

Fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar halda í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudag eftir viku. Kennarar á fyrirfram launum fá ekki greidd laun í dag en verði verkfalli aflýst í framhaldi af atkvæðagreiðslunni munu þeir fá laun samkvæmt miðlunartillögunni.