Áróður á réttu augnabliki 1. nóvember 2004 00:01 Þeir sem telja að ávarp hryðjuverkaforingjans Osama bin Laden til bandarísku þjóðarinnar í lok síðustu viku hafi verið tilraun til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu á morgun fara villur vega. Bin Laden er enginn kjáni. Hann veit að hræðsluáróður til stuðnings öðrum frambjóðandanum getur haft þveröfug áhrif á kjósendur sem ekki hafa gert upp hug sinn. Og litlar líkur eru á því að fjöldi kjósenda skipti um skoðun á forsetaefnunum vegna hótana frá hryðjuverkamönnum. Osama bin Laden er snjall áróðursmaður. Hann er af skóla Himmlers og Leníns. Það skiptir hann og al-Kaída samtökin engu hvort George W. Bush eða John Kerry sitja á forsetastóli. Báðir eru jafn miklir andstæðingar hinnar íslömsku miðaldastefnu sem sagt hefur hnattvæðingunni, vestrænu frelsi og lýðræði stríð á hendur. Bin Laden er fyrst og fremst að grípa einstakt tækifæri til að koma á framfæri hatursáróðri sínum gagnvart vestrænni menningu, trúarbrögðum og þjóðskipulagi. Hann hefur langtímamarkmið en ekki aðeins skammtíma. Hann er líka að flytja margs konar rangfærslur og blekkingar til að skapa efa og óvissu. Er í því sambandi athyglisvert hve vel hann hefur fylgst með þjóðfélagsumræðunni í okkar heimshluta. Sumt í mælskubrögðum hans og áróðri á myndbandinu er til dæmis greinilega sótt í kvikmyndir og bækur Micheals Moore. Bin Laden kann að nota boðleiðir hins opna þjóðfélags. Hann þekkir vinnubrögð fjölmiðlanna og vissi að nú var nákvæmlega rétta stundin runnin upp til að láta í sér heyra. Bandaríkjamenn hafa leitað að Osama bin Laden af meiri ákafa en nokkrum öðrum manni fyrr og síðar. Með veldi þeirra, tækni og fjármuni í huga er með ólíkindum að honum skuli hafa tekist að vera í felum, líklega einhvers staðar í óbyggðum Afganistans, í tvö ár og koma á þeim tíma reglulega frá sér áhrifamiklum og ógeðfelldum skilaboðum til umheimsins. Velheppnaður feluleikur hans segir okkur þó ekki aðeins að hann er snjall heldur er vísbending um að hann eigi marga og öfluga bandamenn. Það er hið óhugnanlega í málinu. Hitt er þó uppörvandi að með alþjóðlegri viðspyrnu lýðræðisþjóðanna hefur tekist að koma í veg fyrir að bin Laden og al-Kaída endurtækju fólskuverk af því tagi sem unnið var í Bandaríkjunum 11. september 2001. Enginn vafi er á því að bin Laden væri búinn að ráðast á Vesturlönd á nýjan leik ef hann gæti. Vissulega er það til marks um ákveðinn veikleika vestræns lýðræðis að hryðjuverkamenn skuli eiga aðgang að fjölmiðlum okkar. Að þeir geti notað frelsið til að blekkja og hafa í hótunum. En þessi veikleiki er um leið eitt helsta aðdráttarafl þjóðfélagskerfis okkar fyrir kúgað fólk í miðaldaþjóðfélögunum. Sú staðreynd vekur gremju og reiði Osama bi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Þeir sem telja að ávarp hryðjuverkaforingjans Osama bin Laden til bandarísku þjóðarinnar í lok síðustu viku hafi verið tilraun til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu á morgun fara villur vega. Bin Laden er enginn kjáni. Hann veit að hræðsluáróður til stuðnings öðrum frambjóðandanum getur haft þveröfug áhrif á kjósendur sem ekki hafa gert upp hug sinn. Og litlar líkur eru á því að fjöldi kjósenda skipti um skoðun á forsetaefnunum vegna hótana frá hryðjuverkamönnum. Osama bin Laden er snjall áróðursmaður. Hann er af skóla Himmlers og Leníns. Það skiptir hann og al-Kaída samtökin engu hvort George W. Bush eða John Kerry sitja á forsetastóli. Báðir eru jafn miklir andstæðingar hinnar íslömsku miðaldastefnu sem sagt hefur hnattvæðingunni, vestrænu frelsi og lýðræði stríð á hendur. Bin Laden er fyrst og fremst að grípa einstakt tækifæri til að koma á framfæri hatursáróðri sínum gagnvart vestrænni menningu, trúarbrögðum og þjóðskipulagi. Hann hefur langtímamarkmið en ekki aðeins skammtíma. Hann er líka að flytja margs konar rangfærslur og blekkingar til að skapa efa og óvissu. Er í því sambandi athyglisvert hve vel hann hefur fylgst með þjóðfélagsumræðunni í okkar heimshluta. Sumt í mælskubrögðum hans og áróðri á myndbandinu er til dæmis greinilega sótt í kvikmyndir og bækur Micheals Moore. Bin Laden kann að nota boðleiðir hins opna þjóðfélags. Hann þekkir vinnubrögð fjölmiðlanna og vissi að nú var nákvæmlega rétta stundin runnin upp til að láta í sér heyra. Bandaríkjamenn hafa leitað að Osama bin Laden af meiri ákafa en nokkrum öðrum manni fyrr og síðar. Með veldi þeirra, tækni og fjármuni í huga er með ólíkindum að honum skuli hafa tekist að vera í felum, líklega einhvers staðar í óbyggðum Afganistans, í tvö ár og koma á þeim tíma reglulega frá sér áhrifamiklum og ógeðfelldum skilaboðum til umheimsins. Velheppnaður feluleikur hans segir okkur þó ekki aðeins að hann er snjall heldur er vísbending um að hann eigi marga og öfluga bandamenn. Það er hið óhugnanlega í málinu. Hitt er þó uppörvandi að með alþjóðlegri viðspyrnu lýðræðisþjóðanna hefur tekist að koma í veg fyrir að bin Laden og al-Kaída endurtækju fólskuverk af því tagi sem unnið var í Bandaríkjunum 11. september 2001. Enginn vafi er á því að bin Laden væri búinn að ráðast á Vesturlönd á nýjan leik ef hann gæti. Vissulega er það til marks um ákveðinn veikleika vestræns lýðræðis að hryðjuverkamenn skuli eiga aðgang að fjölmiðlum okkar. Að þeir geti notað frelsið til að blekkja og hafa í hótunum. En þessi veikleiki er um leið eitt helsta aðdráttarafl þjóðfélagskerfis okkar fyrir kúgað fólk í miðaldaþjóðfélögunum. Sú staðreynd vekur gremju og reiði Osama bi
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun