Dýrustu kosningar sögunnar 28. október 2004 00:01 Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. Það eru ekki ný sannindi að kosningar í Bandaríkjunum séu dýrar og fjárausturinn mikill. En kosningarnar í ár slá öll met. Það stefnir í að frambjóðendurnir, stjórnmálaflokkarnir og tengdir hópar, safni 1,2 milljörðum dollara fyrir slaginn í ár. Það samsvarar 83 milljörðum króna. Peningarnir vaxa ekki á trjám heldur þarf að safna þeim einhvers staðar, t.d. hjá fyrirtækjum. Aðspurður hvaða áhrif það hafi, t.a.m. á lýðræðið, segir Alex Knott hjá Center for Public Integrity að oft opni þetta aðgang að viðkomandi. Til dæmis skipaði Bush marga helstu styrkjendur sína í vinnuhópa sem höfðu áhrif á lagasetningu sem síðan hafði áhrif á fyrirtæki þeirra. Framtil þessa hafa helstu bakhjarlar Kerrys verið lobbýistar á vegum símfyrirtækja, og Kerry hefur lagt fram fjölda tillagna og frumvarpa á þingi sem eru hagstæð þessum fyrirtækjum. Stærstu bakhjarlar hans nú eru Kaliforníuháskóli, Harvard-háskóli, Time Warner risinn, sem meðal annars á kvikmyndaver, plötuútgáfu og fréttastöðina CNN, fjárfestingarbankinn Goldman Sachs og Microsoft Bush hefur notið stuðnings sömu bakhjarla nánast allan sinn stjórnmálaferil en það eru einkum fjármálastofnanir og stjórnendur þeirra sem heitið hafa stuðningi við Bush. Þeir stærstu núna eru Morgan Stanley, Merrill Lynch, PriceWaterhouseCoopers - allt fjárfestingabankar -, UBS America, bandaríska útibú stórs alþjóðlegs svissnesks banka, og Goldman Sachs. Athygli vekur að meðal tíu stærstu bakhjarla forsetaframbjóðendanna eru fjórir sem styðja báða: Morgan Stanley, Citigroup, UBS og Goldman Sachs. Það eru heldur engar smáfjárhæðir sem Bush og Kerry höfðu safnað samkvæmt tölum bandaríska kosningaeftirlitsins. Í lok september hafði Bush safnað tuttugu og fimm milljörðum króna og Kerry um tuttugu og tveimur milljörðum króna. Sjálfir eru frambjóðendurnir heldur ekki á flæðiskeri staddir, nema að síður sé. Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, eru metin á 747 milljónir dollara, eða tæpa 52 milljarða króna. Meginþorri þessa tilheyrir þó Teresu en ekki John Kerry. Dick Cheney er heldur ekki blankur. Hann græddi vel á starfsárum sínum hjá Halliburton og er metinn á ríflega 111 milljónir dollara, eða um 7,7 milljarða króna. John Edwards var einhver farsælasti málaflutningsmaður Bandaríkjanna áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum og hann er metinn á 44,6 milljónir dollara, ríflega þrjá milljarða króna. Og loks kemur Bush forseti, síðastur á listanum, metinn á 18,9 milljónir dollara, aðeins 1300 milljónir króna. Þeir eru sem sagt allir milljarðamæringar á íslenskan mælikvarða. En ef svona mikla peninga þarf til að bjóða sig fram, eiga þá engir aðrir en milljónamæringar möguleika á því? Alex Knott segir það verða sífellt erfiðara. Hann segir aðeins nokkrar undatekningar á því að venjulegir borgarar geti boðið sig fram nú til dags. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. Það eru ekki ný sannindi að kosningar í Bandaríkjunum séu dýrar og fjárausturinn mikill. En kosningarnar í ár slá öll met. Það stefnir í að frambjóðendurnir, stjórnmálaflokkarnir og tengdir hópar, safni 1,2 milljörðum dollara fyrir slaginn í ár. Það samsvarar 83 milljörðum króna. Peningarnir vaxa ekki á trjám heldur þarf að safna þeim einhvers staðar, t.d. hjá fyrirtækjum. Aðspurður hvaða áhrif það hafi, t.a.m. á lýðræðið, segir Alex Knott hjá Center for Public Integrity að oft opni þetta aðgang að viðkomandi. Til dæmis skipaði Bush marga helstu styrkjendur sína í vinnuhópa sem höfðu áhrif á lagasetningu sem síðan hafði áhrif á fyrirtæki þeirra. Framtil þessa hafa helstu bakhjarlar Kerrys verið lobbýistar á vegum símfyrirtækja, og Kerry hefur lagt fram fjölda tillagna og frumvarpa á þingi sem eru hagstæð þessum fyrirtækjum. Stærstu bakhjarlar hans nú eru Kaliforníuháskóli, Harvard-háskóli, Time Warner risinn, sem meðal annars á kvikmyndaver, plötuútgáfu og fréttastöðina CNN, fjárfestingarbankinn Goldman Sachs og Microsoft Bush hefur notið stuðnings sömu bakhjarla nánast allan sinn stjórnmálaferil en það eru einkum fjármálastofnanir og stjórnendur þeirra sem heitið hafa stuðningi við Bush. Þeir stærstu núna eru Morgan Stanley, Merrill Lynch, PriceWaterhouseCoopers - allt fjárfestingabankar -, UBS America, bandaríska útibú stórs alþjóðlegs svissnesks banka, og Goldman Sachs. Athygli vekur að meðal tíu stærstu bakhjarla forsetaframbjóðendanna eru fjórir sem styðja báða: Morgan Stanley, Citigroup, UBS og Goldman Sachs. Það eru heldur engar smáfjárhæðir sem Bush og Kerry höfðu safnað samkvæmt tölum bandaríska kosningaeftirlitsins. Í lok september hafði Bush safnað tuttugu og fimm milljörðum króna og Kerry um tuttugu og tveimur milljörðum króna. Sjálfir eru frambjóðendurnir heldur ekki á flæðiskeri staddir, nema að síður sé. Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, eru metin á 747 milljónir dollara, eða tæpa 52 milljarða króna. Meginþorri þessa tilheyrir þó Teresu en ekki John Kerry. Dick Cheney er heldur ekki blankur. Hann græddi vel á starfsárum sínum hjá Halliburton og er metinn á ríflega 111 milljónir dollara, eða um 7,7 milljarða króna. John Edwards var einhver farsælasti málaflutningsmaður Bandaríkjanna áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum og hann er metinn á 44,6 milljónir dollara, ríflega þrjá milljarða króna. Og loks kemur Bush forseti, síðastur á listanum, metinn á 18,9 milljónir dollara, aðeins 1300 milljónir króna. Þeir eru sem sagt allir milljarðamæringar á íslenskan mælikvarða. En ef svona mikla peninga þarf til að bjóða sig fram, eiga þá engir aðrir en milljónamæringar möguleika á því? Alex Knott segir það verða sífellt erfiðara. Hann segir aðeins nokkrar undatekningar á því að venjulegir borgarar geti boðið sig fram nú til dags.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira