Segir engan hafa verið í lífshættu 28. október 2004 00:01 Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson byggingaverktaki segist algjörlega ósammála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Mennirnir voru sextíu metrum frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í viðtali við Fréttablaðið eftir sprenginguna, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir sprengingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. "Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slasaðist," segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert annað hefði einhver slasast í sprengingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mistökin liggja. "Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gert beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að ríma svæðið vitum við ekki, " segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. "Við teystum á að vinnueftirlitið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli," segir Geir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson byggingaverktaki segist algjörlega ósammála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Mennirnir voru sextíu metrum frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í viðtali við Fréttablaðið eftir sprenginguna, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir sprengingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. "Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slasaðist," segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert annað hefði einhver slasast í sprengingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mistökin liggja. "Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gert beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að ríma svæðið vitum við ekki, " segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. "Við teystum á að vinnueftirlitið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli," segir Geir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira