Te við minnisleysi
Ný bresk rannsókn sýnir fram á að regluleg tedrykkja getur bætt minni fólks. Vísindamenn frá háskólanum í Newcastle hafa komist að því að te inniheldur efnasambönd sem bæla niður virkni tiltekinna hvata í heilanum en þessir hvatar brjóta niður efni í heilanum og valda með því alzheimer. Að sögn BBC er áhrifamáttur græns tes ívið meiri en hefðbundins. Vonast er til að á grunni þessarar uppgötvunar verði hægt að þróa sérstakt te fyrir alzheimersjúklinga sem hefur sömu áhrif og þau lyf sem nú eru notuð til að halda sjúkdómnum niðri, en engar aukaverkanir.