Lífið eftir stúdentspróf 26. október 2004 00:01 Þuríður Pétursdóttir lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum síðastliðið vor og vissi eiginlega ekkert hvað hana langaði að læra þegar þeim áfanga var náð. "Eiginlega langaði mig að taka mér ársfrí, en hálflangaði líka að læra eitthvað. Ég vissi að minnsta kosti að ég var ekki tilbúin í háskólann alveg strax," segir Þuríður. "Ég fór því niður í Stúdentaferðir til að athuga með einhverskonar starfsþjálfun í Evrópu eða Bandaríkjunum og endaði með helling af málaskólabæklingum í höndunum. Það sem mér fannst mest spennandi var bæklingur frá EF International, en þeir eru með skóla um allan heim. Malta talaði sterkt til mín og ég ákvað að slá til í níu mánaða prógram þar, sem felst í að búa hjá fjölskyldu á staðnum og vera í skóla í nokkra tíma á dag." Þuríður segir að þetta minni sannarlega um margt á skiptinemaprógramm en sé þó ekki það sama. "Dvölinni er skipt niður í tímabil, mér skilst að fyrra tímabilið fari mest í enskunám en seinna tímabilið í fög sem maður velji á staðnum. Ég er samt ekkert búin að skoða þetta vel, ég vil láta koma mér á óvart," segir Þuríður hlæjandi og viðurkennir að hún viti sáralítið um Möltu. "Ég veit að eyjan er 354 ferkílómetrar og að þar búa tæplega 400.000 manns. Ég veit líka að höfuðborgin heitir Valeta og bærinn sem ég mun búa í heitir St. Juliens og er rétt hjá höfuðborginni. Ég fer ein því mér finnst mikilvægt að læra að treysta á sjálfa mig og læra af reynslunni. Öll reynsla er góð, hvort sem hún er skemmtileg eða leiðinleg." Þuríður ætlar líka að reyna að komast til botns í tungumáli Maltverja sem heitir maltí. "Það er einhvers konar arabíska með sambland af suður-evrópskum málum og ég vona að ég verði farin að skilja hrafl í því eftir níu mánuði. En fyrst og fremst held ég að þetta verði góður undirbúningur fyrir framtíðina, sem gæti allt eins orðið stjórnmálafræði í HÍ." Nám Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þuríður Pétursdóttir lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum síðastliðið vor og vissi eiginlega ekkert hvað hana langaði að læra þegar þeim áfanga var náð. "Eiginlega langaði mig að taka mér ársfrí, en hálflangaði líka að læra eitthvað. Ég vissi að minnsta kosti að ég var ekki tilbúin í háskólann alveg strax," segir Þuríður. "Ég fór því niður í Stúdentaferðir til að athuga með einhverskonar starfsþjálfun í Evrópu eða Bandaríkjunum og endaði með helling af málaskólabæklingum í höndunum. Það sem mér fannst mest spennandi var bæklingur frá EF International, en þeir eru með skóla um allan heim. Malta talaði sterkt til mín og ég ákvað að slá til í níu mánaða prógram þar, sem felst í að búa hjá fjölskyldu á staðnum og vera í skóla í nokkra tíma á dag." Þuríður segir að þetta minni sannarlega um margt á skiptinemaprógramm en sé þó ekki það sama. "Dvölinni er skipt niður í tímabil, mér skilst að fyrra tímabilið fari mest í enskunám en seinna tímabilið í fög sem maður velji á staðnum. Ég er samt ekkert búin að skoða þetta vel, ég vil láta koma mér á óvart," segir Þuríður hlæjandi og viðurkennir að hún viti sáralítið um Möltu. "Ég veit að eyjan er 354 ferkílómetrar og að þar búa tæplega 400.000 manns. Ég veit líka að höfuðborgin heitir Valeta og bærinn sem ég mun búa í heitir St. Juliens og er rétt hjá höfuðborginni. Ég fer ein því mér finnst mikilvægt að læra að treysta á sjálfa mig og læra af reynslunni. Öll reynsla er góð, hvort sem hún er skemmtileg eða leiðinleg." Þuríður ætlar líka að reyna að komast til botns í tungumáli Maltverja sem heitir maltí. "Það er einhvers konar arabíska með sambland af suður-evrópskum málum og ég vona að ég verði farin að skilja hrafl í því eftir níu mánuði. En fyrst og fremst held ég að þetta verði góður undirbúningur fyrir framtíðina, sem gæti allt eins orðið stjórnmálafræði í HÍ."
Nám Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira