Misbeita ríkisvaldi vegna R-lista 25. október 2004 00:01 Sveitarfélögin fá ekki auknar tekjur á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn og Reykjavíkurlistinn er við völd í Reykjavík. Þetta segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segir fjölda fólks hafa kvartað yfir því að ríkisstjórnin fáist ekki í viðræður um verkefni í borginni af því að Reykjavíkurlistinn sé við völd. "Meint fjármálaóstjórn Reykjavíkurlistans hefur verið aðalstefið hjá sjálfstæðismönnum í minnihluta borgarstjórnar og á meðan svo er munu ráðherrar sjálfstæðismanna ekki hreyfa litla fingur til að auka tekjur sveitarfélaganna. Það gæti veikt málstað flokksbræðra þeirra í borginni." Þetta segir Stefán vera misbeitingu ríkisvaldsins. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram næsta mánudag og er búist við því að þar verði hart deilt á ríkisstjórnina vegna tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Í minnisblaði sem Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sendi fjárlaganefnd Alþingis í haust, rekur hann þau atriðið sem að hans mati mættu betur fara í tekjuskiptingu ríkis og borgarinnar. Þar kemur fram að kennsla í grunnskólum Reykjavíkur hafi aukist um sem svarar tveimur árum vegna lengingar skóladags og skólaárs. Á meðan hafi ríkið sparað sér ríflega 700 milljónir króna á ári með því að láta grunnskólana taka að sér verkefni framhaldsskólans. Þá segir borgarstjóri að tilteknar ríkisstofnanir séu undanþegnar fasteignaskatti. Með því verði borgin af skatttekjum sem nemi tæpum hálfum milljarði króna frá ríkinu á ári. Húsaleigubætur hafi líka í auknum mæli lent á borginni eftir að ríkið hóf að greiða fasta árlega upphæð í stað ákveðins hlutfalls af bótunum eins og tíðkaðist áður. Útgjöld borgarinnar verði því 720 milljónir á þessu ári og hafa hækkað um sjötíu prósent frá árinu 2002. Borgarstjórinn telur einnig til skuldbindingar ríkisins vegna EES samningsins og segir þær hafa kostað borgina mikið fé. Að lokum telur borgarstjórinn upp ný lög um einkahlutafélög sem leiði til þess að sveitarfélögin verði af rúmum milljarði króna á ári. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Sveitarfélögin fá ekki auknar tekjur á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn og Reykjavíkurlistinn er við völd í Reykjavík. Þetta segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segir fjölda fólks hafa kvartað yfir því að ríkisstjórnin fáist ekki í viðræður um verkefni í borginni af því að Reykjavíkurlistinn sé við völd. "Meint fjármálaóstjórn Reykjavíkurlistans hefur verið aðalstefið hjá sjálfstæðismönnum í minnihluta borgarstjórnar og á meðan svo er munu ráðherrar sjálfstæðismanna ekki hreyfa litla fingur til að auka tekjur sveitarfélaganna. Það gæti veikt málstað flokksbræðra þeirra í borginni." Þetta segir Stefán vera misbeitingu ríkisvaldsins. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram næsta mánudag og er búist við því að þar verði hart deilt á ríkisstjórnina vegna tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Í minnisblaði sem Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sendi fjárlaganefnd Alþingis í haust, rekur hann þau atriðið sem að hans mati mættu betur fara í tekjuskiptingu ríkis og borgarinnar. Þar kemur fram að kennsla í grunnskólum Reykjavíkur hafi aukist um sem svarar tveimur árum vegna lengingar skóladags og skólaárs. Á meðan hafi ríkið sparað sér ríflega 700 milljónir króna á ári með því að láta grunnskólana taka að sér verkefni framhaldsskólans. Þá segir borgarstjóri að tilteknar ríkisstofnanir séu undanþegnar fasteignaskatti. Með því verði borgin af skatttekjum sem nemi tæpum hálfum milljarði króna frá ríkinu á ári. Húsaleigubætur hafi líka í auknum mæli lent á borginni eftir að ríkið hóf að greiða fasta árlega upphæð í stað ákveðins hlutfalls af bótunum eins og tíðkaðist áður. Útgjöld borgarinnar verði því 720 milljónir á þessu ári og hafa hækkað um sjötíu prósent frá árinu 2002. Borgarstjórinn telur einnig til skuldbindingar ríkisins vegna EES samningsins og segir þær hafa kostað borgina mikið fé. Að lokum telur borgarstjórinn upp ný lög um einkahlutafélög sem leiði til þess að sveitarfélögin verði af rúmum milljarði króna á ári.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira