Að vera bara einnar þjóðar 24. október 2004 00:01 Að vera bara einnar þjóðar er úrelt fyrirbrigði að mati Ólafs Elíassonar listamanns en fyrsta yfirlitssýning hans í fæðingarlandinu, Danmörku, var opnuð í Aros, nýju samtímalistasafni í Árósum þann áttunda október. Nýja safnið var opnað í apríl og telur rúmlega 17 þúsund fermetra. Sýning Ólafs Elíssonar heitir Minding the World og fjallar um hvernig maðurinn upplifir og skynjar umhverfi sitt. Á meðal verkanna þrettán á sýningunni er speglasalur með steingólfi - verk sem var á sýningu Ólafs í Hafnarhúsinu í Reykjavík síðasta vetur. Á síðasta ári sýndi Ólafur í Feneyjum og London. Þetta ár hóf hann á Íslandi og hefur síðustu þrjá mánuði einnig sýnt í Noregi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann segir það eignlega hafa verið of mikið. Sumarið hafi síðan verið kærkomið til að undirbúa sýninguna í Danmörku. Langþráð rólegheit eru nú fram undan og segir Ólafur það „lúxus“ að hafa tíu mánuði til að undirbúa næstu sýningu sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í september á næsta ári. Margrét Þórhildur Danadrottning, verndari Aros-listasafnsins, var meðal gesta skömmu eftir opnun sýningar Ólafs. Í Danmörku er hann sagður dansk-íslenskur; hann á íslenska foreldra og ólst upp í Danmörku. Sjálfur segir hann skrítið að fólk vilji vera út um allan heim, en vilji samt vera eins og víkingar eldgamallar þjóðar. Sýning Ólafs í Árósum stendur til 16. janúar. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Að vera bara einnar þjóðar er úrelt fyrirbrigði að mati Ólafs Elíassonar listamanns en fyrsta yfirlitssýning hans í fæðingarlandinu, Danmörku, var opnuð í Aros, nýju samtímalistasafni í Árósum þann áttunda október. Nýja safnið var opnað í apríl og telur rúmlega 17 þúsund fermetra. Sýning Ólafs Elíssonar heitir Minding the World og fjallar um hvernig maðurinn upplifir og skynjar umhverfi sitt. Á meðal verkanna þrettán á sýningunni er speglasalur með steingólfi - verk sem var á sýningu Ólafs í Hafnarhúsinu í Reykjavík síðasta vetur. Á síðasta ári sýndi Ólafur í Feneyjum og London. Þetta ár hóf hann á Íslandi og hefur síðustu þrjá mánuði einnig sýnt í Noregi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann segir það eignlega hafa verið of mikið. Sumarið hafi síðan verið kærkomið til að undirbúa sýninguna í Danmörku. Langþráð rólegheit eru nú fram undan og segir Ólafur það „lúxus“ að hafa tíu mánuði til að undirbúa næstu sýningu sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í september á næsta ári. Margrét Þórhildur Danadrottning, verndari Aros-listasafnsins, var meðal gesta skömmu eftir opnun sýningar Ólafs. Í Danmörku er hann sagður dansk-íslenskur; hann á íslenska foreldra og ólst upp í Danmörku. Sjálfur segir hann skrítið að fólk vilji vera út um allan heim, en vilji samt vera eins og víkingar eldgamallar þjóðar. Sýning Ólafs í Árósum stendur til 16. janúar.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira