Ungt fólk getur tryggt Kerry sigur 22. október 2004 00:01 Ungir kjósendur geta tryggt John Kerry sigur í bandarísku forsetakosningunum ef þeir mæta á kjörstað í meira mæli en hingað til. Þeir eru mun hlynntari Kerry en George W. Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Því er spáð að ungir kjósendur verði allt að tveimur milljónum fleiri en fyrir fjóurm árum og því talið að þeir geti ráðið úrslitum. Kerry hefur nær tuttugu prósentustiga forskot á Bush meðal kjósenda undir þrítugu samkvæmt nýrri könnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Samkvæmt henni fengi Kerry 57 prósent atkvæða en Bush 39 prósent. Munurinn er minni í annarri nýlegri könnun, frá Harvard University Institute of Politics, en samt verulegur, samkvæmt henni styðja 52 prósent Kerry en 39 prósent Bush. Stuðningsmenn flokkanna og ýmis samtök hafa lagt mikla áherslu á það fyrir kosningarnar að fá ungt fólk til að skrá sig á kjörskrá og kjósa. Þetta ýtir undir kosningaáhuga ungs fólks en ekki síður það hversu mjótt var á mununum fyrir fjórum árum. "Ég held það hafi verið gott fyrir þjóðina, það sýndi fram á að hvert atkvæði skiptir máli," sagði háskólaneminn Max Miller við CNN og sagðist telja að deilurnar um síðustu forsetakosningar og harðar deilur um málefni nú geri það að verkum að fleira ungt fólk kjósi en ella. Eitt er vert að hafa í huga. Frá því kosningaaldurinn var lækkaður í átján ár á tímum Víetnamstríðsins hefur sá frambjóðandi alltaf fengið fleiri atkvæði á landsvísu sem hefur notið mest stuðnings ungra kjósenda í skoðanakönnun. Það dugði þó ekki til fyrir fjórum árum þegar Al Gore fékk fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Stuðningur ungra kjósenda við Kerry nú getur ráðið úrslitum, einkum vegna þess að í ríkjum eins og Ohio, Pennsylvaníu og Flórída er svo naumt á munum að mikið fylgi meðal yngri kjósenda getur skipt sköpum og tryggt Kerry fleiri kjörmenn en Bush. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Ungir kjósendur geta tryggt John Kerry sigur í bandarísku forsetakosningunum ef þeir mæta á kjörstað í meira mæli en hingað til. Þeir eru mun hlynntari Kerry en George W. Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Því er spáð að ungir kjósendur verði allt að tveimur milljónum fleiri en fyrir fjóurm árum og því talið að þeir geti ráðið úrslitum. Kerry hefur nær tuttugu prósentustiga forskot á Bush meðal kjósenda undir þrítugu samkvæmt nýrri könnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Samkvæmt henni fengi Kerry 57 prósent atkvæða en Bush 39 prósent. Munurinn er minni í annarri nýlegri könnun, frá Harvard University Institute of Politics, en samt verulegur, samkvæmt henni styðja 52 prósent Kerry en 39 prósent Bush. Stuðningsmenn flokkanna og ýmis samtök hafa lagt mikla áherslu á það fyrir kosningarnar að fá ungt fólk til að skrá sig á kjörskrá og kjósa. Þetta ýtir undir kosningaáhuga ungs fólks en ekki síður það hversu mjótt var á mununum fyrir fjórum árum. "Ég held það hafi verið gott fyrir þjóðina, það sýndi fram á að hvert atkvæði skiptir máli," sagði háskólaneminn Max Miller við CNN og sagðist telja að deilurnar um síðustu forsetakosningar og harðar deilur um málefni nú geri það að verkum að fleira ungt fólk kjósi en ella. Eitt er vert að hafa í huga. Frá því kosningaaldurinn var lækkaður í átján ár á tímum Víetnamstríðsins hefur sá frambjóðandi alltaf fengið fleiri atkvæði á landsvísu sem hefur notið mest stuðnings ungra kjósenda í skoðanakönnun. Það dugði þó ekki til fyrir fjórum árum þegar Al Gore fékk fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Stuðningur ungra kjósenda við Kerry nú getur ráðið úrslitum, einkum vegna þess að í ríkjum eins og Ohio, Pennsylvaníu og Flórída er svo naumt á munum að mikið fylgi meðal yngri kjósenda getur skipt sköpum og tryggt Kerry fleiri kjörmenn en Bush.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira