Ekki óskað gæsluvarðhalds 22. október 2004 00:01 Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. Í morgun var byrjað að yfirheyra vitni og lýkur því væntanlega í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þetta eru milli 15 og 20 vitni. Mennirnir þrír voru yfirheyrðir í gær. Það er því stefnt að því að ljúka rannsókninni fyrir vinnulok í dag. Að sögn lögreglunnar verður ekki óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Meira þurfi að koma til en þeir eru grunaðir um brot á þeirri grein hegningarlaga sem fjallar um minniháttar líkamsárás, nánar tiltekið grein 217, sem varðar sektum eða sex mánaða fangelsi, en eins árs fangelsi ef háttsemin telst sérstaklega vítaverð. Auk þess verða þeir hugsanlega ákærðir fyrir eignaspjöll. Lögreglan segir það ekki breyta því að um háalvarlegt mál sé að ræða. Nálgunarbann er eitt þeirra úrræða sem m.a. ritstjóri DV, Mikael Torfason, óskaði eftir vegna hótana áður en þetta mál kom til. Síðastliðið ár hafa héraðsdómstólar aðeins úrskurðað um sjö nálgunarbönn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um tvö, Héraðsdómur Reykjaness um tvö og Héraðsdómur Suðurlands um þrjú, þar af tvö á sama manninn. Flest af þessum málum eru sifjamál, það er, á milli hjóna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. Í morgun var byrjað að yfirheyra vitni og lýkur því væntanlega í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þetta eru milli 15 og 20 vitni. Mennirnir þrír voru yfirheyrðir í gær. Það er því stefnt að því að ljúka rannsókninni fyrir vinnulok í dag. Að sögn lögreglunnar verður ekki óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Meira þurfi að koma til en þeir eru grunaðir um brot á þeirri grein hegningarlaga sem fjallar um minniháttar líkamsárás, nánar tiltekið grein 217, sem varðar sektum eða sex mánaða fangelsi, en eins árs fangelsi ef háttsemin telst sérstaklega vítaverð. Auk þess verða þeir hugsanlega ákærðir fyrir eignaspjöll. Lögreglan segir það ekki breyta því að um háalvarlegt mál sé að ræða. Nálgunarbann er eitt þeirra úrræða sem m.a. ritstjóri DV, Mikael Torfason, óskaði eftir vegna hótana áður en þetta mál kom til. Síðastliðið ár hafa héraðsdómstólar aðeins úrskurðað um sjö nálgunarbönn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um tvö, Héraðsdómur Reykjaness um tvö og Héraðsdómur Suðurlands um þrjú, þar af tvö á sama manninn. Flest af þessum málum eru sifjamál, það er, á milli hjóna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira