Íhuga að kæra vélhjólamann 21. október 2004 00:01 Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamaðurinn er meðlimur í vélhjólaklúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vítisenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var handtekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnarskrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. "Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfsmann en það er til skoðunar," segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögreglunnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. "Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lögreglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt einhverjir túlka það sem veikleikamerki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu," segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heimildir til aðgerða eins og dómsmálaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamaðurinn er meðlimur í vélhjólaklúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vítisenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var handtekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnarskrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. "Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfsmann en það er til skoðunar," segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögreglunnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. "Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lögreglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt einhverjir túlka það sem veikleikamerki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu," segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heimildir til aðgerða eins og dómsmálaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira