Breytti kápuskildi í hálsmen 21. október 2004 00:01 "Ég er algjör tískudrusla eins og vinkonur mínar segja stundum. Ég hef mjög gaman af fallegum fötum en ég er jafnframt mjög hagsýn í innkaupum. Ég versla mikið á útsölum og reyni að finna föt sem passa við það sem ég á fyrir," segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Þegar kemur að uppáhaldinu hjá Margréti er það samt ekki flík sem verður fyrir valinu heldur skartgripur sem hefur aldeilis sögu og sál á bak við sig. "Ég á kápuskjöld sem er frá árinu 1911. Í hann er grafið "Margrjet" með gömlu stafsetningunni. Vinkona mömmu minnar átti þennan skjöld en hún var nafna mín og lést þegar hún var aðeins 21 árs. Ég erfði þennan skjöld og gerði hálsmen úr honum. Þegar eitthvað mikið liggur við finnst mér mjög gaman að bera þetta hálsmen því mér finnst eitthvað gott fylgja því. Það er líka óskaplega fallegt og úr silfri þannig að það vekur mikla athygli." Margrét á mikið af skartgripum þannig að það er annar gripur sem er í miklu uppáhaldi þó hún gangi ekki mikið með skartgripi. "Ég á armband sem ég keypti í Afríku. Það er úr fílabeinstönn sem er svo sem ekki mjög fallegt því fílar eru í útrýmingarhættu. En ég hugsa sem svo að ef ég hefði ekki keypt það hefði einhver annar gert það." Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég er algjör tískudrusla eins og vinkonur mínar segja stundum. Ég hef mjög gaman af fallegum fötum en ég er jafnframt mjög hagsýn í innkaupum. Ég versla mikið á útsölum og reyni að finna föt sem passa við það sem ég á fyrir," segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Þegar kemur að uppáhaldinu hjá Margréti er það samt ekki flík sem verður fyrir valinu heldur skartgripur sem hefur aldeilis sögu og sál á bak við sig. "Ég á kápuskjöld sem er frá árinu 1911. Í hann er grafið "Margrjet" með gömlu stafsetningunni. Vinkona mömmu minnar átti þennan skjöld en hún var nafna mín og lést þegar hún var aðeins 21 árs. Ég erfði þennan skjöld og gerði hálsmen úr honum. Þegar eitthvað mikið liggur við finnst mér mjög gaman að bera þetta hálsmen því mér finnst eitthvað gott fylgja því. Það er líka óskaplega fallegt og úr silfri þannig að það vekur mikla athygli." Margrét á mikið af skartgripum þannig að það er annar gripur sem er í miklu uppáhaldi þó hún gangi ekki mikið með skartgripi. "Ég á armband sem ég keypti í Afríku. Það er úr fílabeinstönn sem er svo sem ekki mjög fallegt því fílar eru í útrýmingarhættu. En ég hugsa sem svo að ef ég hefði ekki keypt það hefði einhver annar gert það."
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira