Breytti kápuskildi í hálsmen 21. október 2004 00:01 "Ég er algjör tískudrusla eins og vinkonur mínar segja stundum. Ég hef mjög gaman af fallegum fötum en ég er jafnframt mjög hagsýn í innkaupum. Ég versla mikið á útsölum og reyni að finna föt sem passa við það sem ég á fyrir," segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Þegar kemur að uppáhaldinu hjá Margréti er það samt ekki flík sem verður fyrir valinu heldur skartgripur sem hefur aldeilis sögu og sál á bak við sig. "Ég á kápuskjöld sem er frá árinu 1911. Í hann er grafið "Margrjet" með gömlu stafsetningunni. Vinkona mömmu minnar átti þennan skjöld en hún var nafna mín og lést þegar hún var aðeins 21 árs. Ég erfði þennan skjöld og gerði hálsmen úr honum. Þegar eitthvað mikið liggur við finnst mér mjög gaman að bera þetta hálsmen því mér finnst eitthvað gott fylgja því. Það er líka óskaplega fallegt og úr silfri þannig að það vekur mikla athygli." Margrét á mikið af skartgripum þannig að það er annar gripur sem er í miklu uppáhaldi þó hún gangi ekki mikið með skartgripi. "Ég á armband sem ég keypti í Afríku. Það er úr fílabeinstönn sem er svo sem ekki mjög fallegt því fílar eru í útrýmingarhættu. En ég hugsa sem svo að ef ég hefði ekki keypt það hefði einhver annar gert það." Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég er algjör tískudrusla eins og vinkonur mínar segja stundum. Ég hef mjög gaman af fallegum fötum en ég er jafnframt mjög hagsýn í innkaupum. Ég versla mikið á útsölum og reyni að finna föt sem passa við það sem ég á fyrir," segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Þegar kemur að uppáhaldinu hjá Margréti er það samt ekki flík sem verður fyrir valinu heldur skartgripur sem hefur aldeilis sögu og sál á bak við sig. "Ég á kápuskjöld sem er frá árinu 1911. Í hann er grafið "Margrjet" með gömlu stafsetningunni. Vinkona mömmu minnar átti þennan skjöld en hún var nafna mín og lést þegar hún var aðeins 21 árs. Ég erfði þennan skjöld og gerði hálsmen úr honum. Þegar eitthvað mikið liggur við finnst mér mjög gaman að bera þetta hálsmen því mér finnst eitthvað gott fylgja því. Það er líka óskaplega fallegt og úr silfri þannig að það vekur mikla athygli." Margrét á mikið af skartgripum þannig að það er annar gripur sem er í miklu uppáhaldi þó hún gangi ekki mikið með skartgripi. "Ég á armband sem ég keypti í Afríku. Það er úr fílabeinstönn sem er svo sem ekki mjög fallegt því fílar eru í útrýmingarhættu. En ég hugsa sem svo að ef ég hefði ekki keypt það hefði einhver annar gert það."
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira