Farþegarnir bera ábyrgðina sjálfir 20. október 2004 00:01 Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. "Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir," sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikilvægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. "Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæruleysi þegar fólk notar þau ekki," segir Sigurður. "Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvikum að sýna sjálfum okkur þá virðingu að vera með beltin spennt." Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri farþegum að spenna beltin. "Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því," segir Sigurður. "Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt." Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. "Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar," segir Sigurður. "Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeganna. Það er samt ekki hægt í öllum gömlum rútum, sem er auðvitað mjög slæmt." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira
Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. "Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir," sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikilvægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. "Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæruleysi þegar fólk notar þau ekki," segir Sigurður. "Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvikum að sýna sjálfum okkur þá virðingu að vera með beltin spennt." Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri farþegum að spenna beltin. "Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því," segir Sigurður. "Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt." Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. "Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar," segir Sigurður. "Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeganna. Það er samt ekki hægt í öllum gömlum rútum, sem er auðvitað mjög slæmt."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira