Kennslustefna Hrafnagilsskóla 20. október 2004 00:01 "Að allir hafi það góða í sér og geti orðið betri manneskjur er inntakið í kennslustefnu okkar," segir Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, en kennslustefna skólans er unnin er út frá hugmyndinni um skapgerðarmenntun, þar sem leitast er við að þroska persónuleika nemenda, samkennd, siðferði og ábyrgð. "Við öll sem komum að skólastarfinu, hvort sem það eru nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir, höfum þá sameiginlegu sýn að gera þessa hugsun hluta af okkar daglega starfi," segir Karl. Daglega er haldin samverustund með nemendum í 1.til 7. bekk en vikulega með eldri bekkjunum þar sem visst efni er tekið til umræðu, og tengist það ætíð grunnhugmyndum stefnunnar. "Nemendur eru þar með sitt efni til flutnings og er séð til þess að allir fái tækifæri til að koma fram. Fyrir vikið hefur öll tregða og feimni orðið að engu þar sem virðing fyrir öðrum er í hávegum höfð," segir Karl og jafnframt að haldnir séu bekkjarfundir þar sem nemendum gefst kostur á að tjá sig og skoðanir sínar og hverjum og einum gefið rými og hljóð til að tala. "Við leitumst við að glæða skilning frekar en að fordæma og beitum engum hótunum eða ógnun í skólastarfinu," segir Karl. Ef upp koma vandamál er ekki tekið á þeim með fingurinn á lofti eins og Karl orðar það heldur taka skólayfirvöld ásamt málsaðilum á málum í sameiningu. "Við örvum framlag nemenda í öllum málum og viljum fá frá þeim tillögur. Ef upp koma vandamál þá gefum við þeim tækifæri til að bæta hegðun sína með því að fá þau með í ákvarðanatöku. Ef við eflum skilning þá breytum við hegðun miklu frekar. Þetta er svo sem engin töfralausn en við sjáum að hegðunarvandi er í lágmarki. Fyrst og fremst er þetta okkar leið til að takast á við hið daglega starf," segir Karl. "Að vissu leyti erum við að koma inn þeim þáttum sem lýðræðið byggir á, þar sem við þurfum að sýna umburðarlyndi og bera virðingu fyrir lögum og reglum," segir Karl en vill benda á að enn sé stefnan í mikilli þróun og sé fjarri því að vera endanleg. "Við viljum flýta okkur hægt og lítum því ekki á þetta sem eitthvert átaksverkefni heldur hluta af okkar daglega lífi," segir Karl. Nám Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Að allir hafi það góða í sér og geti orðið betri manneskjur er inntakið í kennslustefnu okkar," segir Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, en kennslustefna skólans er unnin er út frá hugmyndinni um skapgerðarmenntun, þar sem leitast er við að þroska persónuleika nemenda, samkennd, siðferði og ábyrgð. "Við öll sem komum að skólastarfinu, hvort sem það eru nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir, höfum þá sameiginlegu sýn að gera þessa hugsun hluta af okkar daglega starfi," segir Karl. Daglega er haldin samverustund með nemendum í 1.til 7. bekk en vikulega með eldri bekkjunum þar sem visst efni er tekið til umræðu, og tengist það ætíð grunnhugmyndum stefnunnar. "Nemendur eru þar með sitt efni til flutnings og er séð til þess að allir fái tækifæri til að koma fram. Fyrir vikið hefur öll tregða og feimni orðið að engu þar sem virðing fyrir öðrum er í hávegum höfð," segir Karl og jafnframt að haldnir séu bekkjarfundir þar sem nemendum gefst kostur á að tjá sig og skoðanir sínar og hverjum og einum gefið rými og hljóð til að tala. "Við leitumst við að glæða skilning frekar en að fordæma og beitum engum hótunum eða ógnun í skólastarfinu," segir Karl. Ef upp koma vandamál er ekki tekið á þeim með fingurinn á lofti eins og Karl orðar það heldur taka skólayfirvöld ásamt málsaðilum á málum í sameiningu. "Við örvum framlag nemenda í öllum málum og viljum fá frá þeim tillögur. Ef upp koma vandamál þá gefum við þeim tækifæri til að bæta hegðun sína með því að fá þau með í ákvarðanatöku. Ef við eflum skilning þá breytum við hegðun miklu frekar. Þetta er svo sem engin töfralausn en við sjáum að hegðunarvandi er í lágmarki. Fyrst og fremst er þetta okkar leið til að takast á við hið daglega starf," segir Karl. "Að vissu leyti erum við að koma inn þeim þáttum sem lýðræðið byggir á, þar sem við þurfum að sýna umburðarlyndi og bera virðingu fyrir lögum og reglum," segir Karl en vill benda á að enn sé stefnan í mikilli þróun og sé fjarri því að vera endanleg. "Við viljum flýta okkur hægt og lítum því ekki á þetta sem eitthvert átaksverkefni heldur hluta af okkar daglega lífi," segir Karl.
Nám Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira