Logandi kindur í veðurofsa 19. október 2004 00:01 Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi um klukkan átta á mánudagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kindur drápust líka. Í tækjageymslunni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðsstjóra í Ólafsvík, töluverð verðmæti. "Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt." Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. "Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu," sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. "Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járnplötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl," sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. "Rokið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sumar brunnar í framan, blindar." Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðsmenn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til "eins og hundur að hrista sig." Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. "Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við," sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. "Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég," sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kindur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu veltandi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerðum á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar.Mynd/PjeturReykur lá yfir öllu um miðjan dag í gær og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík var á staðnum og vaktaði rústirnar.Mynd/Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi um klukkan átta á mánudagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kindur drápust líka. Í tækjageymslunni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðsstjóra í Ólafsvík, töluverð verðmæti. "Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt." Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. "Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu," sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. "Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járnplötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl," sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. "Rokið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sumar brunnar í framan, blindar." Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðsmenn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til "eins og hundur að hrista sig." Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. "Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við," sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. "Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég," sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kindur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu veltandi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerðum á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar.Mynd/PjeturReykur lá yfir öllu um miðjan dag í gær og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík var á staðnum og vaktaði rústirnar.Mynd/Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira