Bilið fer vaxandi 18. október 2004 00:01 Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við. George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni - Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst en skekkjumörkin í þessari könnun voru fjögur prósent. Könnun Reuters og Zogby, sem birt var nú skömmu fyrir fréttir, bendir hins vegar til þess að Bush og Kerry sé enn hnífjafnir með sitthvor fjörutíu og fimm prósentin, og að sjö prósent kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn. Í könnun ABC-fréttastofunnar frá því um helgina var munurinn fjögur prósent, Bush í hag, hjá Newsweek sex prósent, Bush í hag, og hjá TIME tvö prósent, einnig Bush í hag. Í þeim ríkjum þar sem hlutfall óákveðinna kjósenda er hátt virðist hins vegar sem Kerry eigi betri möguleika en Bush. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöður kannananna og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar. Í ritstjórnargreinum margra af dagblöðum vestan hafs um helgina var tekin afstaða til frambjóðendanna og mælt með öðrum hvorum þeirra. Chicago Tribune, Rocky Mountain News, Current-Argur í Carlsbad í Nýju-Mexíkó og World-Herald í Ómaha mæltu til að mynda með Bush. Star Tribune í Minneapolis og svo stórblöðin Boston Globe og New York Times mæltu hins vegar með Kerry. Ritstjórar New York Times létu sér reyndar ekki nægja að mæla með Kerry heldur gagnrýndu þeir Bush mjög harðlega. Kosningarnar snúast, að mati ritstjórnar Times, einkum um skelfilega forsetatíð Bush. Hæstiréttur hafi sett hann í embætti fyrir fjórum árum eftir vafasamar kosningar. Í stað þess að átta sig á stöðunni og reyna að halda sig nærri miðju í stefnumálum sínum hafi George Bush flutt öfgahægristefnu með sér inn í Hvíta húsið. Ritstjórar dagblaðsins segjast horfa til síðustu fjögurra ára með sorg í hjarta vegna þeirra lífa sem fórnað hafi verið að óþörfu og þeirra tækifæri sem kastað hafi verið á glæ. „Aftur og aftur fékk George Bush tækifæri til að vera hetja, og aftur og aftur tók hann ranga ákvörðun. Við trúum því að þjóðinni vegni betur með John Kerry sem forseta,“ segir í ritstjórnargrein New York Times. Þar fari maður með sterka siðferðiskennd sem verði fær um að sameina þing og þjóð. Sumar ritstjórnir treystu sér hins vegar ekki til að mæla með neinum, eins og Tampa Tribuna á Flórída, þar sem hart er barist um hvert atkvæði. Ritstjórn blaðsins hefur mælt með frambjóðanda repúblíkana í hverjum kosningum undanfarna hálfa öld utan einu sinni. Í þetta skipti sagði hins vegar í ritstjórnargreininni að ekki væri hægt að mæla með Bush þar sem hann hefði klúðrað stríðinu í Írak, ríkissjóður væri rekinn með methalla, hann hefði í raun gert árás á opna stjórnsýslu og ekki staðið við loforð um að sameina þjóðina en sundra henni ekki. Kerry væri litlu skárri kostur þar sem frammistaða hans á þingi væri í andstöðu við íhaldssama ritstjórnarstefnu blaðsins og ómögulegt væri að átta sig á stefnu hans varðandi Írak. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við. George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni - Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst en skekkjumörkin í þessari könnun voru fjögur prósent. Könnun Reuters og Zogby, sem birt var nú skömmu fyrir fréttir, bendir hins vegar til þess að Bush og Kerry sé enn hnífjafnir með sitthvor fjörutíu og fimm prósentin, og að sjö prósent kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn. Í könnun ABC-fréttastofunnar frá því um helgina var munurinn fjögur prósent, Bush í hag, hjá Newsweek sex prósent, Bush í hag, og hjá TIME tvö prósent, einnig Bush í hag. Í þeim ríkjum þar sem hlutfall óákveðinna kjósenda er hátt virðist hins vegar sem Kerry eigi betri möguleika en Bush. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöður kannananna og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar. Í ritstjórnargreinum margra af dagblöðum vestan hafs um helgina var tekin afstaða til frambjóðendanna og mælt með öðrum hvorum þeirra. Chicago Tribune, Rocky Mountain News, Current-Argur í Carlsbad í Nýju-Mexíkó og World-Herald í Ómaha mæltu til að mynda með Bush. Star Tribune í Minneapolis og svo stórblöðin Boston Globe og New York Times mæltu hins vegar með Kerry. Ritstjórar New York Times létu sér reyndar ekki nægja að mæla með Kerry heldur gagnrýndu þeir Bush mjög harðlega. Kosningarnar snúast, að mati ritstjórnar Times, einkum um skelfilega forsetatíð Bush. Hæstiréttur hafi sett hann í embætti fyrir fjórum árum eftir vafasamar kosningar. Í stað þess að átta sig á stöðunni og reyna að halda sig nærri miðju í stefnumálum sínum hafi George Bush flutt öfgahægristefnu með sér inn í Hvíta húsið. Ritstjórar dagblaðsins segjast horfa til síðustu fjögurra ára með sorg í hjarta vegna þeirra lífa sem fórnað hafi verið að óþörfu og þeirra tækifæri sem kastað hafi verið á glæ. „Aftur og aftur fékk George Bush tækifæri til að vera hetja, og aftur og aftur tók hann ranga ákvörðun. Við trúum því að þjóðinni vegni betur með John Kerry sem forseta,“ segir í ritstjórnargrein New York Times. Þar fari maður með sterka siðferðiskennd sem verði fær um að sameina þing og þjóð. Sumar ritstjórnir treystu sér hins vegar ekki til að mæla með neinum, eins og Tampa Tribuna á Flórída, þar sem hart er barist um hvert atkvæði. Ritstjórn blaðsins hefur mælt með frambjóðanda repúblíkana í hverjum kosningum undanfarna hálfa öld utan einu sinni. Í þetta skipti sagði hins vegar í ritstjórnargreininni að ekki væri hægt að mæla með Bush þar sem hann hefði klúðrað stríðinu í Írak, ríkissjóður væri rekinn með methalla, hann hefði í raun gert árás á opna stjórnsýslu og ekki staðið við loforð um að sameina þjóðina en sundra henni ekki. Kerry væri litlu skárri kostur þar sem frammistaða hans á þingi væri í andstöðu við íhaldssama ritstjórnarstefnu blaðsins og ómögulegt væri að átta sig á stefnu hans varðandi Írak.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira