Nýir og gamlir hönnuði 14. október 2004 00:01 Fatahönnuðurinn Valentino kom, sá og sigraði á tískuvikunni í París sem lauk síðastliðinn þriðjudag og sýndi enn fremur af hverju hann er einn ástsælasti hönnuður heims. Konur um allan heim hylla Valentino þar sem hann hannar fáguð föt fyrir konur sem hugsa um útlitið. Næsta vor geta ástkonur Valentino klæðst fallegum fötum sem eru afskaplega kvenleg og getur hvaða Hollywood-stjarna sem er látið sjá sig í þeim. Valentino kynnti fyrstu fatalínuna sína árið 1962 og hefur síðan reynt að hlúa að sambandi sínu við kóngafólk, leikkonur og hvaða dömur sem eru mikið í sviðljósinu. Og Valentino er líka rausnarlegur þar sem hann býður þessum vinum sínum og kunningjum stundum í frí á snekkju sinni þar sem fræga fólkið fær frí frá aðgangshörðum ljósmyndurum. Þó að Valentino sé einn af þeim fremstu á sínu sviði vakti tískusýningin Rive Gauche frá Yves Saint Laurent mesta athygli. Þar var hönnuðurinn efnilegi Stefano Pilati að stíga sín fyrstu skref. Pilati var undirmaður Tom Ford hjá Yves Saint Laurent en þegar Ford hætti hjá fyrirtækinu tók Pilati við þó að margir frægir hönnuðir, eins og Alexander McQueen, hafi haft augastað á starfinu. Pilati er 38 ára og hefur nokkuð frjálsar hendur hjá Yves Saint Laurent, en herra Saint Laurent er oft talinn faðir nútímatísku. Pilati sýndi afskaplega kvenlega og klassíska tísku með ögrandi keim á tískuvikunni í París.Tískusýning Valentino vakti verðskuldaða lukku og skartaði mörgum af fallegustu fyrirsætum heims. FleiriMynd/APSítt pífupils og ögrandi toppur fyrir konurnar í lífi Valentino.Mynd/APTöff en jafnframt rómantískt pils með viðeigandi toppi.Mynd/APValentino hannar á hvaða týpur sem er eins og hér sést. Ögrandi kona sem lætur ekkert stöðva sig.Mynd/APHér leikur Valentino sér með efni og snið og skapar fallegt og kvenlegt útlit.Mynd/APFlott, sexí og kvenlegt hjá Pilati.Mynd/APHúðlitaður kjóll sem Pilati brýtur upp með töff belti.Mynd/APNútímakonan í nútímadragt frá Pilati.Mynd/AP Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Fatahönnuðurinn Valentino kom, sá og sigraði á tískuvikunni í París sem lauk síðastliðinn þriðjudag og sýndi enn fremur af hverju hann er einn ástsælasti hönnuður heims. Konur um allan heim hylla Valentino þar sem hann hannar fáguð föt fyrir konur sem hugsa um útlitið. Næsta vor geta ástkonur Valentino klæðst fallegum fötum sem eru afskaplega kvenleg og getur hvaða Hollywood-stjarna sem er látið sjá sig í þeim. Valentino kynnti fyrstu fatalínuna sína árið 1962 og hefur síðan reynt að hlúa að sambandi sínu við kóngafólk, leikkonur og hvaða dömur sem eru mikið í sviðljósinu. Og Valentino er líka rausnarlegur þar sem hann býður þessum vinum sínum og kunningjum stundum í frí á snekkju sinni þar sem fræga fólkið fær frí frá aðgangshörðum ljósmyndurum. Þó að Valentino sé einn af þeim fremstu á sínu sviði vakti tískusýningin Rive Gauche frá Yves Saint Laurent mesta athygli. Þar var hönnuðurinn efnilegi Stefano Pilati að stíga sín fyrstu skref. Pilati var undirmaður Tom Ford hjá Yves Saint Laurent en þegar Ford hætti hjá fyrirtækinu tók Pilati við þó að margir frægir hönnuðir, eins og Alexander McQueen, hafi haft augastað á starfinu. Pilati er 38 ára og hefur nokkuð frjálsar hendur hjá Yves Saint Laurent, en herra Saint Laurent er oft talinn faðir nútímatísku. Pilati sýndi afskaplega kvenlega og klassíska tísku með ögrandi keim á tískuvikunni í París.Tískusýning Valentino vakti verðskuldaða lukku og skartaði mörgum af fallegustu fyrirsætum heims. FleiriMynd/APSítt pífupils og ögrandi toppur fyrir konurnar í lífi Valentino.Mynd/APTöff en jafnframt rómantískt pils með viðeigandi toppi.Mynd/APValentino hannar á hvaða týpur sem er eins og hér sést. Ögrandi kona sem lætur ekkert stöðva sig.Mynd/APHér leikur Valentino sér með efni og snið og skapar fallegt og kvenlegt útlit.Mynd/APFlott, sexí og kvenlegt hjá Pilati.Mynd/APHúðlitaður kjóll sem Pilati brýtur upp með töff belti.Mynd/APNútímakonan í nútímadragt frá Pilati.Mynd/AP
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira