Nýir og gamlir hönnuði 14. október 2004 00:01 Fatahönnuðurinn Valentino kom, sá og sigraði á tískuvikunni í París sem lauk síðastliðinn þriðjudag og sýndi enn fremur af hverju hann er einn ástsælasti hönnuður heims. Konur um allan heim hylla Valentino þar sem hann hannar fáguð föt fyrir konur sem hugsa um útlitið. Næsta vor geta ástkonur Valentino klæðst fallegum fötum sem eru afskaplega kvenleg og getur hvaða Hollywood-stjarna sem er látið sjá sig í þeim. Valentino kynnti fyrstu fatalínuna sína árið 1962 og hefur síðan reynt að hlúa að sambandi sínu við kóngafólk, leikkonur og hvaða dömur sem eru mikið í sviðljósinu. Og Valentino er líka rausnarlegur þar sem hann býður þessum vinum sínum og kunningjum stundum í frí á snekkju sinni þar sem fræga fólkið fær frí frá aðgangshörðum ljósmyndurum. Þó að Valentino sé einn af þeim fremstu á sínu sviði vakti tískusýningin Rive Gauche frá Yves Saint Laurent mesta athygli. Þar var hönnuðurinn efnilegi Stefano Pilati að stíga sín fyrstu skref. Pilati var undirmaður Tom Ford hjá Yves Saint Laurent en þegar Ford hætti hjá fyrirtækinu tók Pilati við þó að margir frægir hönnuðir, eins og Alexander McQueen, hafi haft augastað á starfinu. Pilati er 38 ára og hefur nokkuð frjálsar hendur hjá Yves Saint Laurent, en herra Saint Laurent er oft talinn faðir nútímatísku. Pilati sýndi afskaplega kvenlega og klassíska tísku með ögrandi keim á tískuvikunni í París.Tískusýning Valentino vakti verðskuldaða lukku og skartaði mörgum af fallegustu fyrirsætum heims. FleiriMynd/APSítt pífupils og ögrandi toppur fyrir konurnar í lífi Valentino.Mynd/APTöff en jafnframt rómantískt pils með viðeigandi toppi.Mynd/APValentino hannar á hvaða týpur sem er eins og hér sést. Ögrandi kona sem lætur ekkert stöðva sig.Mynd/APHér leikur Valentino sér með efni og snið og skapar fallegt og kvenlegt útlit.Mynd/APFlott, sexí og kvenlegt hjá Pilati.Mynd/APHúðlitaður kjóll sem Pilati brýtur upp með töff belti.Mynd/APNútímakonan í nútímadragt frá Pilati.Mynd/AP Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fatahönnuðurinn Valentino kom, sá og sigraði á tískuvikunni í París sem lauk síðastliðinn þriðjudag og sýndi enn fremur af hverju hann er einn ástsælasti hönnuður heims. Konur um allan heim hylla Valentino þar sem hann hannar fáguð föt fyrir konur sem hugsa um útlitið. Næsta vor geta ástkonur Valentino klæðst fallegum fötum sem eru afskaplega kvenleg og getur hvaða Hollywood-stjarna sem er látið sjá sig í þeim. Valentino kynnti fyrstu fatalínuna sína árið 1962 og hefur síðan reynt að hlúa að sambandi sínu við kóngafólk, leikkonur og hvaða dömur sem eru mikið í sviðljósinu. Og Valentino er líka rausnarlegur þar sem hann býður þessum vinum sínum og kunningjum stundum í frí á snekkju sinni þar sem fræga fólkið fær frí frá aðgangshörðum ljósmyndurum. Þó að Valentino sé einn af þeim fremstu á sínu sviði vakti tískusýningin Rive Gauche frá Yves Saint Laurent mesta athygli. Þar var hönnuðurinn efnilegi Stefano Pilati að stíga sín fyrstu skref. Pilati var undirmaður Tom Ford hjá Yves Saint Laurent en þegar Ford hætti hjá fyrirtækinu tók Pilati við þó að margir frægir hönnuðir, eins og Alexander McQueen, hafi haft augastað á starfinu. Pilati er 38 ára og hefur nokkuð frjálsar hendur hjá Yves Saint Laurent, en herra Saint Laurent er oft talinn faðir nútímatísku. Pilati sýndi afskaplega kvenlega og klassíska tísku með ögrandi keim á tískuvikunni í París.Tískusýning Valentino vakti verðskuldaða lukku og skartaði mörgum af fallegustu fyrirsætum heims. FleiriMynd/APSítt pífupils og ögrandi toppur fyrir konurnar í lífi Valentino.Mynd/APTöff en jafnframt rómantískt pils með viðeigandi toppi.Mynd/APValentino hannar á hvaða týpur sem er eins og hér sést. Ögrandi kona sem lætur ekkert stöðva sig.Mynd/APHér leikur Valentino sér með efni og snið og skapar fallegt og kvenlegt útlit.Mynd/APFlott, sexí og kvenlegt hjá Pilati.Mynd/APHúðlitaður kjóll sem Pilati brýtur upp með töff belti.Mynd/APNútímakonan í nútímadragt frá Pilati.Mynd/AP
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira