Sundkórinn æfir á föstudagsmorgnum 12. október 2004 00:01 "Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður. En það gerir hún svo sannarlega. Fríður hópur fólks á besta aldri kemur saman vikulega og syngur nokkur ættjarðarlög í eimbaðinu í Laugardalslauginni og það er svo sannarlega uppörvandi á kaldranalegum haustmorgni. "Íslendingar hafa gaman af því að syngja og það gerðist eiginlega að sjálfu sér að við fórum að taka lagið saman í gufunni," segir Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður, sem er virkur félagi í Sundkórnum. "Ég held að það sé a.m.k. komið á annað ár síðan við byrjuðum á þessu og nú er svona 15-30 manna kjarni sem syngur saman á hverjum föstudagsmorgni. Allir sem vilja eru velkomnir beint upp úr laugunum og inn í gufubaðið og menn þurfa ekki að þreyta nein sérstök inntökupróf i þennan kór. Við erum hinsvegar nokkuð heppin að því leyti til að þarna eru margir góðir söngvarar sem hafa verið burðarstoðir í góðum kórum og kunna ósköpin öll af lögum og textum. Mest er þó sungið þarna af lífsins list." Gömlu, íslensku lögin eru vinsælust á efnisskrá kórsins."Við syngjum næstum alltaf Á Sprengisandi og útlendingarnir hafa sérstaklega gaman af því að heyra það. Við syngjum oftast bara fjögur lög en ef við höldum að fólk hafi gaman af því að hlusta á okkur þá syngjum við meira." Flestir söngmannanna hafa stundað sund um árabil og mæta í laugarnar á hverjum degi og þeim er nánast sama hvernig viðrar. Er söngurinn heilsubót á við sundið? "Söngurinn er öðruvísi heilsubót því hann er gífurlega góður andlegri heilsu manna og þegar sett er saman söngur og sund er fólk í góðum málum," segir Jón Skaftason sundsöngvari að lokum og byrjar á Blátt lítið blóm eitt er og allir taka hressilega undir. Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður. En það gerir hún svo sannarlega. Fríður hópur fólks á besta aldri kemur saman vikulega og syngur nokkur ættjarðarlög í eimbaðinu í Laugardalslauginni og það er svo sannarlega uppörvandi á kaldranalegum haustmorgni. "Íslendingar hafa gaman af því að syngja og það gerðist eiginlega að sjálfu sér að við fórum að taka lagið saman í gufunni," segir Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður, sem er virkur félagi í Sundkórnum. "Ég held að það sé a.m.k. komið á annað ár síðan við byrjuðum á þessu og nú er svona 15-30 manna kjarni sem syngur saman á hverjum föstudagsmorgni. Allir sem vilja eru velkomnir beint upp úr laugunum og inn í gufubaðið og menn þurfa ekki að þreyta nein sérstök inntökupróf i þennan kór. Við erum hinsvegar nokkuð heppin að því leyti til að þarna eru margir góðir söngvarar sem hafa verið burðarstoðir í góðum kórum og kunna ósköpin öll af lögum og textum. Mest er þó sungið þarna af lífsins list." Gömlu, íslensku lögin eru vinsælust á efnisskrá kórsins."Við syngjum næstum alltaf Á Sprengisandi og útlendingarnir hafa sérstaklega gaman af því að heyra það. Við syngjum oftast bara fjögur lög en ef við höldum að fólk hafi gaman af því að hlusta á okkur þá syngjum við meira." Flestir söngmannanna hafa stundað sund um árabil og mæta í laugarnar á hverjum degi og þeim er nánast sama hvernig viðrar. Er söngurinn heilsubót á við sundið? "Söngurinn er öðruvísi heilsubót því hann er gífurlega góður andlegri heilsu manna og þegar sett er saman söngur og sund er fólk í góðum málum," segir Jón Skaftason sundsöngvari að lokum og byrjar á Blátt lítið blóm eitt er og allir taka hressilega undir.
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira