Líka ánægjulegar fréttir 12. október 2004 00:01 Stundum er sagt að fréttamiðlarnir séu fullir af neikvæðum fréttum og ættu að leggja meiri áherslu á að flytja jákvæðar fréttir. Hið sama má í rauninni segja með pistla af þessu tagi. Um daginn rann upp fyrir mér að maður er alltaf að tala um hvernig hlutirnir eigi ekki að vera og leggur minna upp úr því að tala um það sem vel er gert. Það er kannski ekki einu sinni að minna sé lagt upp úr því að tala um það sem vel er gert, líklegast er það einfaldlega að það er miklu auðveldara að "skammast og rífast" en ,"lofa og prísa". Svo er það auðvitað líka svo að þegar vel er gert eru flestir sammála en ágreiningur rís um hina hlutina og þá kveður fólk sér hljóðs og lætur skoðun sína í ljós. Nú sýnist mér ég komin í hring í röksemdafærslunni, eða allavega komin með haldbæra afsökun fyrir tóninn í vikulegum vangaveltum. Svona er nú mannskepnan ágæt að hún finnur oftast einhverja góða ástæðu til að halda áfram á sömu braut. Úr stjórnsýslunni bárust tvær fréttir í síðustu viku sem ekki hefur mikið verið fjallað um, báðar ánægjulegar. Sú fyrri er ætlun menntamálaráðherrans um að skipa nýja nefnd til að fjalla um fjömiðlana og heyrðist mér að nú ætti einnig að fjalla um Ríkisútvarpið. Stjórnarflokkarnir munu tilnefna þrjá í nefndina og stjórnarandstaðan tvo. Ég heyrði þá gagnrýni að hagsmunaaðilar ættu ekki aðild að nefndinni. Ég tek ekki undir þá gagnrýni. Ég held þvert á móti að það sé hið besta mál að haga nefndaskipan á þennan hátt líkt og gert var í svokallaðri "hringamyndunarnefnd". Þá ríður á að nefndin kynni sér hin ýmsu sjónarmið, vegi þau og meti og komist að niðurstöðu. Í fjölmiðlamálinu sem öðrum er nefnilega fleiri en eina hagsmuni að verja. Það verður fróðlegt að sjá hverja stjórnmálaflokkarnir velja í setu í nefndinni. Vonandi verður fyrir valinu fólk utan úr bæ, ef svo má að orði komast, en ekki stjórnmálamennirnir sjálfir. Það kveður allt of mikið af því að stjórnmálmenn telji sig eina bæra til slíkra verka, í stað þess að virkja fleiri til starfa. Stjórnmálamenn eiga að mínu viti að hlusta meira á fólk en þeir hafa gert og gera minna af því að segja fólki hvernig hlutirnir eru. Þeir eru nefnilega til fyrir okkur, en ekki við fyrir þá. Þegar nefndin hefur skilað áliti sínu ætti að gefa fólki tækifæri til að melta niðurstöðuna og fjalla um hana. Fjölmiðlar og starfsumhverfi þeirra kemur fólki ekki minna við en skipulagsmál, en svo sem vitað er verða skipulagstillögur að liggja frammi fólki til kynningar og umsagnar áður en þær eru samþykktar. Þannig ætti að fara með fleiri mál og yrði lýðræðið þá virkara en það er í dag. Hin ánægjulega fréttin úr stjórnsýslunni var um skipan ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytið. Til starfans valdist mjög hæfur embættismaður sem hvaða forsætisráðherra sem er, úr hvaða flokki sem er, getur borið fullt traust til. Það síðast nefnda skiptir miklu máli. Auðvitað má það heldur ekki vera þannig að konur og menn glati embættisgengi sínu með því að láta skoðanir sínar í ljós opinberlega, en hér eins og í lífinu öllu þarf að rata réttan veg, sem kannski er ekki auðfundinn. Í Noregi eru ráðuneyti tvíhöfða, í rauninni tveir ráðuneytisstjórar, annar pólitískur sem kemur og fer með ráðherranum og hinn er embættismaður. Munurinn á því kerfi og því sem hér gildir er í rauninni sá að aðstoðarmanni ráðherra er þar gert hærra undir höfði en hér. Enda er það svo að aðstoðarmenn ráðherra eru gjarnan ungt fólk sem er að hefja starfsferil sinn og vilji ráðherrar fá við hlið sér reynt fólk þá er það ráðið í æðsta embættið, sem hlýtur að leiða til vandkvæða í framtíðinni. En í þetta sinn þarf sem sagt ekki að hafa þær áhyggjur og ber að fagna því. Það kemur í ljós að jafnvel þegar fjallað er um það sem vel er gert þá leiðist maður út á þá braut að fjalla um það sem ekki er eins vel gert, þó ekki sé nema óbeint. Líklegast er það ekki nema eðlilegt því í umræðu ("debatt") hlýtur að felast að setja fram ólík sjónarmið. Kannski er galdurinn sá að víkja líka að því sem vel er gert, þó ekki sé nema óbeint, þegar meginefni viðfangsefnisins er gagnrýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Stundum er sagt að fréttamiðlarnir séu fullir af neikvæðum fréttum og ættu að leggja meiri áherslu á að flytja jákvæðar fréttir. Hið sama má í rauninni segja með pistla af þessu tagi. Um daginn rann upp fyrir mér að maður er alltaf að tala um hvernig hlutirnir eigi ekki að vera og leggur minna upp úr því að tala um það sem vel er gert. Það er kannski ekki einu sinni að minna sé lagt upp úr því að tala um það sem vel er gert, líklegast er það einfaldlega að það er miklu auðveldara að "skammast og rífast" en ,"lofa og prísa". Svo er það auðvitað líka svo að þegar vel er gert eru flestir sammála en ágreiningur rís um hina hlutina og þá kveður fólk sér hljóðs og lætur skoðun sína í ljós. Nú sýnist mér ég komin í hring í röksemdafærslunni, eða allavega komin með haldbæra afsökun fyrir tóninn í vikulegum vangaveltum. Svona er nú mannskepnan ágæt að hún finnur oftast einhverja góða ástæðu til að halda áfram á sömu braut. Úr stjórnsýslunni bárust tvær fréttir í síðustu viku sem ekki hefur mikið verið fjallað um, báðar ánægjulegar. Sú fyrri er ætlun menntamálaráðherrans um að skipa nýja nefnd til að fjalla um fjömiðlana og heyrðist mér að nú ætti einnig að fjalla um Ríkisútvarpið. Stjórnarflokkarnir munu tilnefna þrjá í nefndina og stjórnarandstaðan tvo. Ég heyrði þá gagnrýni að hagsmunaaðilar ættu ekki aðild að nefndinni. Ég tek ekki undir þá gagnrýni. Ég held þvert á móti að það sé hið besta mál að haga nefndaskipan á þennan hátt líkt og gert var í svokallaðri "hringamyndunarnefnd". Þá ríður á að nefndin kynni sér hin ýmsu sjónarmið, vegi þau og meti og komist að niðurstöðu. Í fjölmiðlamálinu sem öðrum er nefnilega fleiri en eina hagsmuni að verja. Það verður fróðlegt að sjá hverja stjórnmálaflokkarnir velja í setu í nefndinni. Vonandi verður fyrir valinu fólk utan úr bæ, ef svo má að orði komast, en ekki stjórnmálamennirnir sjálfir. Það kveður allt of mikið af því að stjórnmálmenn telji sig eina bæra til slíkra verka, í stað þess að virkja fleiri til starfa. Stjórnmálamenn eiga að mínu viti að hlusta meira á fólk en þeir hafa gert og gera minna af því að segja fólki hvernig hlutirnir eru. Þeir eru nefnilega til fyrir okkur, en ekki við fyrir þá. Þegar nefndin hefur skilað áliti sínu ætti að gefa fólki tækifæri til að melta niðurstöðuna og fjalla um hana. Fjölmiðlar og starfsumhverfi þeirra kemur fólki ekki minna við en skipulagsmál, en svo sem vitað er verða skipulagstillögur að liggja frammi fólki til kynningar og umsagnar áður en þær eru samþykktar. Þannig ætti að fara með fleiri mál og yrði lýðræðið þá virkara en það er í dag. Hin ánægjulega fréttin úr stjórnsýslunni var um skipan ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytið. Til starfans valdist mjög hæfur embættismaður sem hvaða forsætisráðherra sem er, úr hvaða flokki sem er, getur borið fullt traust til. Það síðast nefnda skiptir miklu máli. Auðvitað má það heldur ekki vera þannig að konur og menn glati embættisgengi sínu með því að láta skoðanir sínar í ljós opinberlega, en hér eins og í lífinu öllu þarf að rata réttan veg, sem kannski er ekki auðfundinn. Í Noregi eru ráðuneyti tvíhöfða, í rauninni tveir ráðuneytisstjórar, annar pólitískur sem kemur og fer með ráðherranum og hinn er embættismaður. Munurinn á því kerfi og því sem hér gildir er í rauninni sá að aðstoðarmanni ráðherra er þar gert hærra undir höfði en hér. Enda er það svo að aðstoðarmenn ráðherra eru gjarnan ungt fólk sem er að hefja starfsferil sinn og vilji ráðherrar fá við hlið sér reynt fólk þá er það ráðið í æðsta embættið, sem hlýtur að leiða til vandkvæða í framtíðinni. En í þetta sinn þarf sem sagt ekki að hafa þær áhyggjur og ber að fagna því. Það kemur í ljós að jafnvel þegar fjallað er um það sem vel er gert þá leiðist maður út á þá braut að fjalla um það sem ekki er eins vel gert, þó ekki sé nema óbeint. Líklegast er það ekki nema eðlilegt því í umræðu ("debatt") hlýtur að felast að setja fram ólík sjónarmið. Kannski er galdurinn sá að víkja líka að því sem vel er gert, þó ekki sé nema óbeint, þegar meginefni viðfangsefnisins er gagnrýni.