Sex í gæsluvarðhaldi 7. október 2004 00:01 Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, segir ráðast í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum Íslendingum sem handteknir voru hér á landi í september í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðari ára. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs. Tveir Íslendingar voru handteknir í Hollandi um svipað leyti og handtökurnar fóru fram hér á landi. Annar þeirra hefur verið framseldur til Íslands og kom hann í lögreglufylgd til landsins á þriðjudag. Hann var síðan úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. Hinn var handtekinn á heimili sínu í Hollandi og er enn í haldi lögreglunnar þar. Á heimili hans fannst talsvert af fíkniefnum. Í fyrstu var talið að um kókaín væri að ræða en það reyndist síðar vera um eitt kíló af amfetamíni auk tuttugu kílóa af maríjúana. Ásgeir Karlsson segir ekkert ákveðið um að fá hinn manninn framseldan frá Hollandi, eins og staðan er nú sé ekkert sem bendi til þess. Þrír menn og ein kona voru handtekin föstudaginn sautjánda september í tengslum við málið og voru þrjú þeirra úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir. Gæsluvarðhaldið rennur út á laugardag. Þeim fjórða var gert að sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi sem var framlengt, í síðustu viku, til dagsins í dag. Í síðustu viku var sjöundi maðurinn handtekinn í Reykjavík og var þá úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eða til þrettánda október. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Lögreglan og tollgæslan í Reykjavík hófu rannsókn í framhaldinu sem leiddi til að mikið magn af amfetamíni fannst í vörusendingu í Dettifossi. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Í þriðju sendingunni voru 2.000 skammtar af LSD sem komu með pósti í september. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, segir ráðast í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum Íslendingum sem handteknir voru hér á landi í september í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðari ára. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs. Tveir Íslendingar voru handteknir í Hollandi um svipað leyti og handtökurnar fóru fram hér á landi. Annar þeirra hefur verið framseldur til Íslands og kom hann í lögreglufylgd til landsins á þriðjudag. Hann var síðan úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. Hinn var handtekinn á heimili sínu í Hollandi og er enn í haldi lögreglunnar þar. Á heimili hans fannst talsvert af fíkniefnum. Í fyrstu var talið að um kókaín væri að ræða en það reyndist síðar vera um eitt kíló af amfetamíni auk tuttugu kílóa af maríjúana. Ásgeir Karlsson segir ekkert ákveðið um að fá hinn manninn framseldan frá Hollandi, eins og staðan er nú sé ekkert sem bendi til þess. Þrír menn og ein kona voru handtekin föstudaginn sautjánda september í tengslum við málið og voru þrjú þeirra úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir. Gæsluvarðhaldið rennur út á laugardag. Þeim fjórða var gert að sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi sem var framlengt, í síðustu viku, til dagsins í dag. Í síðustu viku var sjöundi maðurinn handtekinn í Reykjavík og var þá úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eða til þrettánda október. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Lögreglan og tollgæslan í Reykjavík hófu rannsókn í framhaldinu sem leiddi til að mikið magn af amfetamíni fannst í vörusendingu í Dettifossi. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Í þriðju sendingunni voru 2.000 skammtar af LSD sem komu með pósti í september.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira