Börnum fækkar í borginni 6. október 2004 00:01 Börnum upp að fimm ára aldri fækkaði um rúm fimm prósent í Reykjavík frá árinu 1994 til ársins 2003, úr 7.626 í 7.224. Á sama tíma fjölgaði börnum á þessum aldri í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um 548. Þar af fjölgaði þeim mest í Kópavogi, um 528, og í Mosfellsbæ, um 146. Þeim fækkaði hins vegar á Seltjarnarnesi um 121 og um 41 í Garðabæ . Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir þetta undarlega þróun á sama tíma og stórfelldir fólksflutningar til höfuðborgarsvæðisins eigi sér stað. Fækkun barna á sama tíma sýni það svart á hvítu að barnafjölskyldur séu að flytja úr borginni. ,,Ástæðurnar fyrir því að þessar fjölskyldur flytja á brott eru lóðaskortur og andstaða Reykjavíkurlistans við byggingu sérbýlishúsa. Öll áherslan er lögð á byggingu fjölbýlishúsa og til dæmis er aðeins gert ráð fyrir að sex prósent af húsum í fyrirhuguðu Úlfarsfellshverfi verði einbýlishús." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segir að börnum á þessum aldri fækki á landinu öllu og því sé eðlilegt að það komi líka fram í Reykjavík. "Fæðingatíðni er að lækka og það er meginskýringin. Þannig hefur leikskólabörnum fækkað um 1.100 á landinu öllu frá árinu 1997. Það er hins vegar Kópavogur sem sker sig úr. Hins vegar hefur börnum á grunnskólaaldri fjölgað um 1.600 í Reykjavík frá árinu 1994. Þannig að þetta er flókin mynd og það er engin ein ástæða fyrir þessu eins og sjálfstæðismenn halda fram." Guðlaugur Þór segir borgina missa tekjur á þessari þróun til hinna sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu. Tölur um tekjuaukningu þeirra sýni fram á það, en frá árinu 1992 hafi skatttekjur Reykjavíkurborgar aukist um sjötíu prósent á meðan skatttekjur annarra sveitarfélag á þessu svæði hafi aukist frá 92 prósentum upp í 102 prósent. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Börnum upp að fimm ára aldri fækkaði um rúm fimm prósent í Reykjavík frá árinu 1994 til ársins 2003, úr 7.626 í 7.224. Á sama tíma fjölgaði börnum á þessum aldri í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um 548. Þar af fjölgaði þeim mest í Kópavogi, um 528, og í Mosfellsbæ, um 146. Þeim fækkaði hins vegar á Seltjarnarnesi um 121 og um 41 í Garðabæ . Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir þetta undarlega þróun á sama tíma og stórfelldir fólksflutningar til höfuðborgarsvæðisins eigi sér stað. Fækkun barna á sama tíma sýni það svart á hvítu að barnafjölskyldur séu að flytja úr borginni. ,,Ástæðurnar fyrir því að þessar fjölskyldur flytja á brott eru lóðaskortur og andstaða Reykjavíkurlistans við byggingu sérbýlishúsa. Öll áherslan er lögð á byggingu fjölbýlishúsa og til dæmis er aðeins gert ráð fyrir að sex prósent af húsum í fyrirhuguðu Úlfarsfellshverfi verði einbýlishús." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segir að börnum á þessum aldri fækki á landinu öllu og því sé eðlilegt að það komi líka fram í Reykjavík. "Fæðingatíðni er að lækka og það er meginskýringin. Þannig hefur leikskólabörnum fækkað um 1.100 á landinu öllu frá árinu 1997. Það er hins vegar Kópavogur sem sker sig úr. Hins vegar hefur börnum á grunnskólaaldri fjölgað um 1.600 í Reykjavík frá árinu 1994. Þannig að þetta er flókin mynd og það er engin ein ástæða fyrir þessu eins og sjálfstæðismenn halda fram." Guðlaugur Þór segir borgina missa tekjur á þessari þróun til hinna sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu. Tölur um tekjuaukningu þeirra sýni fram á það, en frá árinu 1992 hafi skatttekjur Reykjavíkurborgar aukist um sjötíu prósent á meðan skatttekjur annarra sveitarfélag á þessu svæði hafi aukist frá 92 prósentum upp í 102 prósent.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira