Herferð gegn offitufaraldri barna 1. október 2004 00:01 Til þess að berjast gegn offitufaraldri barna í Bandaríkjunum þarf þjóðin að fara í allsherjar herferð gegn vandanum. Bandaríska vísindaakademían (National Academy og Sciences), sem rannsakað hefur orsakir og afleiðingar offituvandans, kynnti nýlega skýrslu sína um málið. Dagblaðið Washington Post greinir frá því að skýrslan sé sú viðamesta sem gerð hafi verið um offitavandann og herferðin sem akademían leggi til að lagt verði út í sé sú umfangsmesta sem nokkurn tímann hafi verið kynnt. Hún nær til dæmis til foreldra, skóla, matvælafyrirtækja, veitingastaða og hins opinbera. "Miðað við það hvernig þessi faraldur er að breiðast út þurfum við að taka á vandanum strax," segir Jeffrey Koplan, sem er í forsvari fyrir akademíuna. "Þessi skýrslar kallar á grundvallarbreytingar í lifnaðarháttum okkar." Á meðal þess sem akademían leggur til að verði gert er: 1. Að næringargildi matvæla og drykkja verði endurskoðað. 2. Að merkingar á matvælum verði bættar. 3. Að læknar fitumæli börn reglulega. 4. Að börn leggi stunda á einhvers konar líkamsrækt í að minnsta kosti hálftíma á dag. 5. Að foreldrar passi betur upp á að börn sín hreyfi sig reglulega og sitji minna fyrir framan sjónvarp og tölvur. Fjöldi þeirra barna sem þjást af offitu í Bandaríkjunum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Meira en níu milljón börn sex ára og eldri eru talin þjást af offitu. Hætturnar sem fylgja þessu vandamáli eru taldar svo miklar að hætt er við að þær þurrki út allan þann árangur sem náðst hefur á öðrum sviðum í heilbrigðis- og öryggismálum barna síðustu þrjá áratugina. Börn sem þjást af offitu í dag eru þannig miklu líklegri til að fá ýmsa sjúkdóma í framtíðinni. Þó akademían hafi í raun ekkert vald til að koma þessari herferð í framkvæmd er talið að hún hafi mikil áhrif á löggjafann og umræðuna um vandamálið. Sem dæmi þá hefur öldungardeildarþingmaðurinn Edward M. Kennedy þegar lagt fram lagafrumvarp sem bannar sjálfsala með óhollum mat og sælgæti í skólum sem styrktir eru af ríkinu. Erlent Heilsa Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Til þess að berjast gegn offitufaraldri barna í Bandaríkjunum þarf þjóðin að fara í allsherjar herferð gegn vandanum. Bandaríska vísindaakademían (National Academy og Sciences), sem rannsakað hefur orsakir og afleiðingar offituvandans, kynnti nýlega skýrslu sína um málið. Dagblaðið Washington Post greinir frá því að skýrslan sé sú viðamesta sem gerð hafi verið um offitavandann og herferðin sem akademían leggi til að lagt verði út í sé sú umfangsmesta sem nokkurn tímann hafi verið kynnt. Hún nær til dæmis til foreldra, skóla, matvælafyrirtækja, veitingastaða og hins opinbera. "Miðað við það hvernig þessi faraldur er að breiðast út þurfum við að taka á vandanum strax," segir Jeffrey Koplan, sem er í forsvari fyrir akademíuna. "Þessi skýrslar kallar á grundvallarbreytingar í lifnaðarháttum okkar." Á meðal þess sem akademían leggur til að verði gert er: 1. Að næringargildi matvæla og drykkja verði endurskoðað. 2. Að merkingar á matvælum verði bættar. 3. Að læknar fitumæli börn reglulega. 4. Að börn leggi stunda á einhvers konar líkamsrækt í að minnsta kosti hálftíma á dag. 5. Að foreldrar passi betur upp á að börn sín hreyfi sig reglulega og sitji minna fyrir framan sjónvarp og tölvur. Fjöldi þeirra barna sem þjást af offitu í Bandaríkjunum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Meira en níu milljón börn sex ára og eldri eru talin þjást af offitu. Hætturnar sem fylgja þessu vandamáli eru taldar svo miklar að hætt er við að þær þurrki út allan þann árangur sem náðst hefur á öðrum sviðum í heilbrigðis- og öryggismálum barna síðustu þrjá áratugina. Börn sem þjást af offitu í dag eru þannig miklu líklegri til að fá ýmsa sjúkdóma í framtíðinni. Þó akademían hafi í raun ekkert vald til að koma þessari herferð í framkvæmd er talið að hún hafi mikil áhrif á löggjafann og umræðuna um vandamálið. Sem dæmi þá hefur öldungardeildarþingmaðurinn Edward M. Kennedy þegar lagt fram lagafrumvarp sem bannar sjálfsala með óhollum mat og sælgæti í skólum sem styrktir eru af ríkinu.
Erlent Heilsa Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira