Næsland frumsýnd í kvöld 30. september 2004 00:01 Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. Kvikmyndafélagið Zik Zak er framleiðandi myndarinnar Næsland. Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik Þór leikstýrir kvikmynd fyrir annan framleiðanda. Margir þekktir leikarar, bæði innlendir og erlendir, leika í myndinni, meðal annars Gary Lewis sem lék í Billy Elliot og Martin Comston sem lék í myndinni Sweet Sixteen. Næsland er hugljúf ástarsaga með heimspekilegu ívafi, að sögn leikstjórans. Guðrún María Bjarnadóttir, sem fer með hlutverk Chloe, kærustu Jedd sem Compston leikur, segir þetta vera þroskasögu Jedds og fjalla um leit hans að ástinni og lífinu. Hún segir samstarfið við leikarana hafa gengið mjög vel. Friðrik Þór segir það ljúft að frumsýna Næsland og lofar áhorfendum að þeir geti búist við góðri skemmtun. Hann segir vinnuna við myndina hafa gengið vel og að það séu forréttindi að vinna með svona góðum leikurum, sem hann hafi reyndar alltaf gert því hann velji þá ávallt sjálfur. Friðrik segir leikarana hafa tekið mikinn þátt í að móta persónurnar sínar og það sé alltaf gaman að vinna með leikurum sem geri það; bæti við í stað þess að taka einungis við leiðbeiningum. Og hann er bjartsýnn á að Næsland verði vel tekið hér á landi. Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. Kvikmyndafélagið Zik Zak er framleiðandi myndarinnar Næsland. Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik Þór leikstýrir kvikmynd fyrir annan framleiðanda. Margir þekktir leikarar, bæði innlendir og erlendir, leika í myndinni, meðal annars Gary Lewis sem lék í Billy Elliot og Martin Comston sem lék í myndinni Sweet Sixteen. Næsland er hugljúf ástarsaga með heimspekilegu ívafi, að sögn leikstjórans. Guðrún María Bjarnadóttir, sem fer með hlutverk Chloe, kærustu Jedd sem Compston leikur, segir þetta vera þroskasögu Jedds og fjalla um leit hans að ástinni og lífinu. Hún segir samstarfið við leikarana hafa gengið mjög vel. Friðrik Þór segir það ljúft að frumsýna Næsland og lofar áhorfendum að þeir geti búist við góðri skemmtun. Hann segir vinnuna við myndina hafa gengið vel og að það séu forréttindi að vinna með svona góðum leikurum, sem hann hafi reyndar alltaf gert því hann velji þá ávallt sjálfur. Friðrik segir leikarana hafa tekið mikinn þátt í að móta persónurnar sínar og það sé alltaf gaman að vinna með leikurum sem geri það; bæti við í stað þess að taka einungis við leiðbeiningum. Og hann er bjartsýnn á að Næsland verði vel tekið hér á landi.
Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira