Tekið á stafrænum rummungum 29. september 2004 00:01 Í Bandaríkjunum getur varðað allt að sex ára fangelsi fyrir að nota myndbandstökuvélar til að taka upp sýningar í kvikmyndahúsum, ef frumvarp sem neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti á þriðjudag verður að lögum. Lögin sem nefnast "Piracy Deterrence and Education Act," gera yfirvöldum líka auðveldara að lögsækja netnotendur sem dreifa miklu magni af tónlist og öðru efni sem varið er höfundarrétti. Framleiðendur kvikmynda og tónlistar hafa sífellt auknar áhyggjur af ólögmætri stafrænni afritun og dreifingu efnisins. Í Bandaríkjunum hefur sjónum mikið verið beint að venjulegum tölvunotendum sem sækja sér hugbúnað, tónlist og kvikmyndir á netið og deila með öðrum notendum með þar til gerðum hugbúnaði. Einna frægast slíkra forrita var skráadeiliforritið Napster sem sett var lögbann á. Í kjölfarið spratt upp fjöldi ámóta forrita sem tölvunotendur skiptu yfir í, svo sem Kazaa og WinMX. Hér á landi ber einna mest á notkun forrits að nafni DC++ , en með því geta tölvunotendur skipst á skrám innanlands og þurfa ekki að ganga á erlenda niðurhalskvóta sína. Skráadeiliforrit Ekki er deilt um að ólögmæt dreifing höfundarréttarvarins efnis er hægt að meta á svimandi háar upphæðir, að því gefnu að fólkið sem deilir skránum keypti sér efnið fengist það ekki ókeypis. Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum (MPAA) halda því til að mynda fram að sökum ólöglegrar afritunar kvikmynda verði iðnaðurinn af tekjum sem nemi meira en þremur milljörðum Bandaríkjadala á ári. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins, en voru yfir 30 milljónir. Diskar speglaðir Helsta gagnrýnin á áherslur höfundarrétthafa hefur hins vegar verið á þá leið að þarna sé ekki verið að taka á stærsta vanda iðnaðarins, því í raun sé fólk ekki að nota skráaskiptin í hagnaðarskyni og myndi tæplega kaupa efnið hvort eð er. Þá hafi tónlistarskipti fólks endurvakið áhuga á tónlist og gefið fólki kost á að kynna sér listamenn og ákveða hvort það vilji kaupa tónlist þeirra. Alla jafna vilji fólk eiga lögmæt eintök kvikmynda og tónlistar, enda séu þau í eigulegum umbúðum og framsetning með eðlilegum hætti. Þar kemur að helsta vanda framleiðenda stafræns efnis, sem er ólögleg afritun sem stunduð er í magni sums staðar í Asíu og fyrrum austantjaldslöndum. Þá er notaður afritunarbúnaður sem iðnaðurinn kemur engum vörnum við. Geisladiskar eru "speglaðir" með afritunarvörnum og öllu og búið um þá til sölu í áprentuðum hulstrum og svo eru diskarnir seldir fyrir brot af því sem þeir kosta séu þeir keyptir með lögmætum hætti. Gildir þá einu hvort um er að ræða rándýr forrit, tónlistardiska eða DVD-kvikmyndir. Stolinn hugbúnaður Rússland er eitt þeirra ríkja sem hefur verið skálkaskjól stafrænna höfundarréttarbrjóta. Undir lok síðasta árs kom upp mál þar sem teikniforrit að nafni RaceCAD var selt á netinu, en það var byggt á gögnum sem stolið hafði verið frá bandarísku fyrirtæki að nafni Alibre. Í Rússlandi hefur þó raunar töluvert verið gert til að koma á lagaumhverfi sem tekur á höfundarréttarbrotum, en framfylgni þeirra laga hefur verið lítil sem engin. Greiningarfyrirtæki á upplýsingatæknisviði áætla til dæmis að nærri 90 prósent hugbúnaðar sem notaður er í Rússlandi sé stolinn. Auk lagafrumvarpsins sem minnst er á hér að ofan vinnur Bandaríkjaþing að gerð þriggja annarra frumvarpa, að minnsta kosti, sem taka eiga á höfundarréttarbrotum. Eitt tekur á því ef hvatt er til brota á höfundarréttarbrotum (Inducing Infringement of Copyright Act) og gerir fyrirtæki sem selja skráadeiliforrit ábyrg fyrir notkun hugbúnaðarins. Þá er í smíðum frumvarp sem heimilar notendum að gera afrit af DVD-diskum sem þeir hafa fest kaup á en slíkt er nú óheimilt samkvæmt höfundarréttarlögum ytra. Þá er einnig í burðarliðnum frumvarp sem auðveldar höfðun einkamála á hendur þeim sem grunaðir eru um brot gegn höfundarrétti. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Í Bandaríkjunum getur varðað allt að sex ára fangelsi fyrir að nota myndbandstökuvélar til að taka upp sýningar í kvikmyndahúsum, ef frumvarp sem neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti á þriðjudag verður að lögum. Lögin sem nefnast "Piracy Deterrence and Education Act," gera yfirvöldum líka auðveldara að lögsækja netnotendur sem dreifa miklu magni af tónlist og öðru efni sem varið er höfundarrétti. Framleiðendur kvikmynda og tónlistar hafa sífellt auknar áhyggjur af ólögmætri stafrænni afritun og dreifingu efnisins. Í Bandaríkjunum hefur sjónum mikið verið beint að venjulegum tölvunotendum sem sækja sér hugbúnað, tónlist og kvikmyndir á netið og deila með öðrum notendum með þar til gerðum hugbúnaði. Einna frægast slíkra forrita var skráadeiliforritið Napster sem sett var lögbann á. Í kjölfarið spratt upp fjöldi ámóta forrita sem tölvunotendur skiptu yfir í, svo sem Kazaa og WinMX. Hér á landi ber einna mest á notkun forrits að nafni DC++ , en með því geta tölvunotendur skipst á skrám innanlands og þurfa ekki að ganga á erlenda niðurhalskvóta sína. Skráadeiliforrit Ekki er deilt um að ólögmæt dreifing höfundarréttarvarins efnis er hægt að meta á svimandi háar upphæðir, að því gefnu að fólkið sem deilir skránum keypti sér efnið fengist það ekki ókeypis. Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum (MPAA) halda því til að mynda fram að sökum ólöglegrar afritunar kvikmynda verði iðnaðurinn af tekjum sem nemi meira en þremur milljörðum Bandaríkjadala á ári. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins, en voru yfir 30 milljónir. Diskar speglaðir Helsta gagnrýnin á áherslur höfundarrétthafa hefur hins vegar verið á þá leið að þarna sé ekki verið að taka á stærsta vanda iðnaðarins, því í raun sé fólk ekki að nota skráaskiptin í hagnaðarskyni og myndi tæplega kaupa efnið hvort eð er. Þá hafi tónlistarskipti fólks endurvakið áhuga á tónlist og gefið fólki kost á að kynna sér listamenn og ákveða hvort það vilji kaupa tónlist þeirra. Alla jafna vilji fólk eiga lögmæt eintök kvikmynda og tónlistar, enda séu þau í eigulegum umbúðum og framsetning með eðlilegum hætti. Þar kemur að helsta vanda framleiðenda stafræns efnis, sem er ólögleg afritun sem stunduð er í magni sums staðar í Asíu og fyrrum austantjaldslöndum. Þá er notaður afritunarbúnaður sem iðnaðurinn kemur engum vörnum við. Geisladiskar eru "speglaðir" með afritunarvörnum og öllu og búið um þá til sölu í áprentuðum hulstrum og svo eru diskarnir seldir fyrir brot af því sem þeir kosta séu þeir keyptir með lögmætum hætti. Gildir þá einu hvort um er að ræða rándýr forrit, tónlistardiska eða DVD-kvikmyndir. Stolinn hugbúnaður Rússland er eitt þeirra ríkja sem hefur verið skálkaskjól stafrænna höfundarréttarbrjóta. Undir lok síðasta árs kom upp mál þar sem teikniforrit að nafni RaceCAD var selt á netinu, en það var byggt á gögnum sem stolið hafði verið frá bandarísku fyrirtæki að nafni Alibre. Í Rússlandi hefur þó raunar töluvert verið gert til að koma á lagaumhverfi sem tekur á höfundarréttarbrotum, en framfylgni þeirra laga hefur verið lítil sem engin. Greiningarfyrirtæki á upplýsingatæknisviði áætla til dæmis að nærri 90 prósent hugbúnaðar sem notaður er í Rússlandi sé stolinn. Auk lagafrumvarpsins sem minnst er á hér að ofan vinnur Bandaríkjaþing að gerð þriggja annarra frumvarpa, að minnsta kosti, sem taka eiga á höfundarréttarbrotum. Eitt tekur á því ef hvatt er til brota á höfundarréttarbrotum (Inducing Infringement of Copyright Act) og gerir fyrirtæki sem selja skráadeiliforrit ábyrg fyrir notkun hugbúnaðarins. Þá er í smíðum frumvarp sem heimilar notendum að gera afrit af DVD-diskum sem þeir hafa fest kaup á en slíkt er nú óheimilt samkvæmt höfundarréttarlögum ytra. Þá er einnig í burðarliðnum frumvarp sem auðveldar höfðun einkamála á hendur þeim sem grunaðir eru um brot gegn höfundarrétti.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira