Tveggja vikna trommunámskeið 28. september 2004 00:01 "Við Gulli höfum verið að halda nokkur trommunámskeið gegnum tíðina og það hefur gefist vel. Þetta er alltaf að þróast hjá okkur og verða betra og betra," segir Jóhann Hjörleifsson, en hann mun byrja með trommunámskeið þann 4. október ásamt Gunnlaugi Briem. Báðir eru þeir þaulreyndir tónlistarmenn og hefur Jóhann gert garðinn frægan með Ný Dönsk og Gunnlaugur með Mezzoforte þannig að ekki vantar upp á reynsluna. "Við munum raða hópnum í litla hópa eftir getu. Þannig verða byrjendur með sínum jafningjum og lengra komnir með sínum jafningjum. Við blöndum fólki ekki saman óháð styrkleika," segir Jóhann en trommunámskeiðinu er skipt í nokkra tíma. "Á námskeiðinu eru bæði hóptímar og einkatímar. Þetta eru alls sjö mætingar á tveim vikum. Það eru tveir einkatímar sem eru fjörutíu mínútur hvor. Síðan eru tveir hóptímar sem eru fyrirlestrar og þess háttar sem eru tvær klukkustundir í senn. Einnig eru tveir spilatímar sem eru ein og hálf klukkustund í einu þar sem fólk fær að spila á fullu í litlum hópum. Það hefur einmitt oft vantað á trommunámskeið hér á landi. Námskeiðið endar með lokatíma sem er opinn og það er meira spjall og í víðara samhengi en sjálft námskeiðið." Jóhann og Gunnlaugur halda námskeiðið í samstarfi við Hljóðfærahúsið að Laugavegi 176 og kostar það 24.500 krónur. "Það er allt innifalið í námskeiðinu. Ég og Gunnlaugur erum búnir að gefa út kennslubók sem ég held að sé fyrsta trommukennslubókin á íslensku. Hún fylgir námskeiðinu ásamt geisladiski með æfingum. Nemendur fá einnig kjuða og Hljóðfærahúsið verður með einhver spennandi tilboð fyrir nemendurna. Fólk ætti sem sagt að geta komið af götunni án alls á námskeiðið," segir Jóhann að lokum. Frekar upplýsingar og skráning er í síma 661 9011 og í Hljóðfærahúsinu í síma 525 5060. Nám Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
"Við Gulli höfum verið að halda nokkur trommunámskeið gegnum tíðina og það hefur gefist vel. Þetta er alltaf að þróast hjá okkur og verða betra og betra," segir Jóhann Hjörleifsson, en hann mun byrja með trommunámskeið þann 4. október ásamt Gunnlaugi Briem. Báðir eru þeir þaulreyndir tónlistarmenn og hefur Jóhann gert garðinn frægan með Ný Dönsk og Gunnlaugur með Mezzoforte þannig að ekki vantar upp á reynsluna. "Við munum raða hópnum í litla hópa eftir getu. Þannig verða byrjendur með sínum jafningjum og lengra komnir með sínum jafningjum. Við blöndum fólki ekki saman óháð styrkleika," segir Jóhann en trommunámskeiðinu er skipt í nokkra tíma. "Á námskeiðinu eru bæði hóptímar og einkatímar. Þetta eru alls sjö mætingar á tveim vikum. Það eru tveir einkatímar sem eru fjörutíu mínútur hvor. Síðan eru tveir hóptímar sem eru fyrirlestrar og þess háttar sem eru tvær klukkustundir í senn. Einnig eru tveir spilatímar sem eru ein og hálf klukkustund í einu þar sem fólk fær að spila á fullu í litlum hópum. Það hefur einmitt oft vantað á trommunámskeið hér á landi. Námskeiðið endar með lokatíma sem er opinn og það er meira spjall og í víðara samhengi en sjálft námskeiðið." Jóhann og Gunnlaugur halda námskeiðið í samstarfi við Hljóðfærahúsið að Laugavegi 176 og kostar það 24.500 krónur. "Það er allt innifalið í námskeiðinu. Ég og Gunnlaugur erum búnir að gefa út kennslubók sem ég held að sé fyrsta trommukennslubókin á íslensku. Hún fylgir námskeiðinu ásamt geisladiski með æfingum. Nemendur fá einnig kjuða og Hljóðfærahúsið verður með einhver spennandi tilboð fyrir nemendurna. Fólk ætti sem sagt að geta komið af götunni án alls á námskeiðið," segir Jóhann að lokum. Frekar upplýsingar og skráning er í síma 661 9011 og í Hljóðfærahúsinu í síma 525 5060.
Nám Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira